Munur á milli breytinga „Sigrún Þuríður Geirsdóttir“

Skráin Sundleið_Sigrúnar.png var fjarlægð og henni eytt af Commons af AntiCompositeNumber vegna þess að Screenshot of non-free content (F3): Google Maps
Merki: Sýnilegi ritilinn: Skipti yfir Breyting tekin til baka
(Skráin Sundleið_Sigrúnar.png var fjarlægð og henni eytt af Commons af AntiCompositeNumber vegna þess að Screenshot of non-free content (F3): Google Maps)
Merki: Síðasta breyting handvirkt tekin til baka
[[Ermarsund|Ermarsundið]] er stundum kallað „Everest-fjall sjósundmanna“. Að synda yfir sundið er eitt og sér mikið afrek, en þrekvirki Sigrúnar verður líklega seint leikið eftir. Sundið tók hana 22 klukkustundir og 34 mínútur. Að synda allan þennan tíma í sjó er ótrúlegt afrek, sérstaklega þegar haft er í huga að hún hefur engan bakgrunn sem íþróttamaður og að hún lærði skriðsund árið 2012, einungis þremur árum fyrir Ermarsundið.
[[Mynd:Sigrún á sundi.jpg|thumb|440x440dp|Sigrún að synda yfir Ermarsundið]]
Vegalengdin sem Sigrún synti var 62,7 kílómetrar en það samsvarar 1.254 ferðum fram og til baka í 25 metra sundlaug, og það í gríðarlega miklum straumum, öldum og að hluta til í svarta myrkri. Eftir ríflega þriggja klukkustunda sund varð Sigrún sjóveik og kastaði hún upp hverri einustu matargjöf á 30 mínútna fresti í tæpar sjö klukkustundir<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frett/2020/06/28/aeldi-a-halftima-fresti-yfir-ermarsundid|title=Ældi á hálftíma fresti yfir Ermarsundið|date=2020-06-28|website=RÚV|language=is|access-date=2021-01-15}}</ref>. Þegar hún kastaði upp þurfti hún að troða marvaðann í gríðarlega sterkum straumum og rak hana þá töluvert af leið, og það þurfti hún að vinna upp í hvert skipti. Í næstum því sjö klukkustundir fékk hún matargjöf, kastaði henni upp og hélt svo áfram að synda. Þar sem hún fékk enga næringu fór orkuleysið að segja til sín og hægði töluvert á sundi hennar. Þegar um tíu klukkustundur voru liðnar af sundinu tókst henni loks að vinna bug á sjóveikinni og halda fæðunni niðri, en þá var skipt um fæði. Það sem eftir lifði sunds var fæða hennar [[Coca-Cola|Coca Cola]], Milky Way súkkulaði og Jelly Babies. Þá voru meira en 12 klukkustundir eftir af sundi hennar.[[Mynd:Sundleið Sigrúnar.png|thumb|Sundleið Sigrúnar yfir Ermarsundið. Vegna mikilla strauma er sundleiðin hlykkjótt]]
 
Eftir um 17 klukkustunda sund kom Sigrún að "Grafreit draumanna" (The Graveyard of Dreams") en það kallast síðustu mílurnar við strendur Frakklands. Hér eru öfl sjávarfallanna gríðarleg, en þau bæði ýta og toga í sundmanninn þannig að hann þarf að berjast til að halda áfram. Þreyttur sundmaður getur lent í því að synda hér í langan tíma án þess að færast nær landi. Sundmenn einfaldlega "festast" og örmagnast af þreytu. Þrátt fyrir að hér sé stutt í land reynist þetta sundmönnum oft það erfitt að þeir verða að hætta sundi. Má hér sem dæmi nefna frænda Sigrúnar, sundkappann [[Eyjólfur Jónsson (sundkappi)|Eyjólf Jónsson]], þegar hann reyndi við Ermarsundið árið 1958, og [[Benedikt Hjartarson]] þegar hann varð frá að hverfa árið 2007 eftir meira en 15 klukkustunda sund.
4.235

breytingar