„Stefnubirting“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Stefnubirting''' er sá háttur sem hafður er til að birta stefnu fyrir móttakanda hennar (stefnda). Tilgangurinn er sá að láta hinn sakaða ýmist vita af því að fyrir dómi séu ósvaraðar sakir gegn honum eða þörf sé á viðkomandi fyrir dómi af öðrum ástæðum. Ein grundvallarregla íslensks réttarfars er að hver sem er sakaður um eitthvað eigi rétt á tækifæri til að koma að vörnum en hins vegar eru einnig sjónarmið u...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 6. júlí 2021 kl. 20:30

Stefnubirting er sá háttur sem hafður er til að birta stefnu fyrir móttakanda hennar (stefnda). Tilgangurinn er sá að láta hinn sakaða ýmist vita af því að fyrir dómi séu ósvaraðar sakir gegn honum eða þörf sé á viðkomandi fyrir dómi af öðrum ástæðum.

Ein grundvallarregla íslensks réttarfars er að hver sem er sakaður um eitthvað eigi rétt á tækifæri til að koma að vörnum en hins vegar eru einnig sjónarmið um að stefndi eigi ekki að geta komið sér undan réttlætinu með því að koma sér undan stefnubirtingu eða stíga aldrei fæti inn í dómsal. Gilda þar af leiðandi ýmsar reglur um stefnubirtingu er hafa þann tilgang að gæta að þessara beggja sjónarmiða.

Stefnufrestur

Ýmsar reglur gilda um stefnufrest, þ.e. þann lágmarksfrest sem hinn stefndi þarf að hafa frá því hann tekur á móti stefnunni og þar til hann þarf að mæta á þingfestingu málsins. Hinn venjulegi frestur er þrír sólarhringar en hann getur verið lengri eftir aðstæðum, svo sem ef hinn stefndi býr ekki innan sömu dómþinghár (sem sagt innan umdæmis viðkomandi dómstóls). Þar sem eini tilgangurinn er að tilkynna um upphaf málsins gildir lágmarksfresturinn ekki ef hinn stefndi eða málsvari hans mætir á þingfestinguna.

   Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.