„Víetnam“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Flokkun, má kannski fínpússa
Lína 47:
'''Víetnam''' er land í [[Suðaustur-Asía|Suðaustur-Asíu]] með landamæri að [[Alþýðulýðveldið Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]] í norðri, [[Laos]] í norðvestri og [[Kambódía|Kambódíu]] í suðvestri, og strandlengju að [[Suður-Kínahaf]]i í austri. Landhelgi Víetnams nær auk þess að landhelgi [[Taíland]]s í vestri, [[Indónesía|Indónesíu]], [[Filippseyjar|Filippseyja]] og [[Malasía|Malasíu]] í suðri og suðaustri. Víetnam er yfir 330 þúsund ferkílómetrar að stærð og nær yfir austurströnd [[Indókína]]. Landið skiptist í 58 sýslur og 5 sveitarfélög. Íbúar landsins voru 96 milljónir árið [[2019]], sem gerir það að 16. fjölmennasta ríki heims. Höfuðborg Víetnams er [[Hanoí]], en stærsta borgin er [[Ho Chi Minh-borg]] sem áður hét Saígon.
 
==Söguágrip==
Fornleifafundir benda til þess að mannvist hafi hafist í Víetnam á [[fornsteinöld]]. Þjóðflokkar sem bjuggu í [[Rauðá]]rdal og nærliggjandi strandhéruðum urðu hluti af ríki [[Hanveldið|Hanveldisins]] í Kína á 2. öld f.o.t. Næstu þúsund árin var Víetnam hluti af kínverska keisaraveldinu. Fyrstu sjálfstæðu konungsríkin urðu til á 10. öld. Þau stækkuðu smám saman í suður, þar til [[Frakkland|Frakkar]] lögðu landið undir sig á 19. öld og Víetnam varð hluti af [[Franska Indókína]]. Nútímaríkið Víetnam varð til þegar íbúar þar lýstu yfir sjálfstæði eftir að [[hernám Japana í Víetnam|hernámi Japana]] lauk 1945. Frakkar reyndu að halda völdum en Víetnamar sigruðu þá í [[Fyrsta stríðið í Indókína|Fyrsta stríðinu í Indókína]] sem lauk 1954. Eftir það klofnaði landið í tvennt: [[Norður-Víetnam]] með kommúnistastjórn, og [[Suður-Víetnam]] með andkommúníska stjórn. Átök milli ríkjanna tveggja leiddu til [[Víetnamstríðið|Víetnamstríðsins]] þar sem [[Bandaríkjaher]] beitti sér til stuðnings stjórninni í Suður-Víetnam, en beið ósigur. Stjórn Norður-Víetnam sameinaði landið í eitt Víetnam árið 1975.
 
Eftir sigur kommúnistastjórnarinnar var landið lengi vel einangrað á alþjóðavettvangi. Árið 1986 hóf [[Kommúnistaflokkur Víetnams]] röð umbóta sem áttu þátt í að bæta stöðu Víetnams efnahagslega og pólitískt. Síðan þá hefur vöxtur verið hraður og landið oft í efstu sætum ríkja með mestan hagvöxt á heimsvísu.
==Samfélag==
 
Víetnam er stórveldi í sínum heimshluta og er flokkað sem miðveldi.<ref>{{vefheimild|höfundur=Lowy Institute|ár=2020|titill=Asia Power Index 2020 Edition: Vietnam|útgefandi=Lowy Institute|url=https://power.lowyinstitute.org/countries/vietnam/}}</ref><ref>{{vefheimild|höfundur=Le Dinh Tinh; Hoang Long|ár=2019|titill=Middle Powers, Joining Together: The Case of Vietnam and Australia|útgefandi=The Diplomat|url=https://thediplomat.com/2019/08/middle-powers-joining-together-the-case-of-vietnam-and-australia/}}</ref> Landið á aðild að fjölda alþjóðastofnana og ríkjasamtaka, þar á meðal [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Samband Suðaustur-Asíuríkja|Sambandi Suðaustur-Asíuríkja]], [[Efnahagssamstarf Asíu- og Kyrrahafsríkjanna|Efnahagssamstarfi Asíu- og Kyrrahafsríkjanna]], [[Samtök hlutlausra ríkja|Samtökum hlutlausra ríkja]], [[Samtök frönskumælandi ríkja|Samtökum frönskumælandi ríkja]], [[RCEP]] og [[Alþjóðaviðskiptastofnunin]]ni. Víetnam hefur tvisvar tekið sæti í [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna|Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna]]. Víetnam var flokkað sem [[þróunarland]] af Sameinuðu þjóðunum til 2019 og Bandaríkjunum til 2020.<ref>{{vefheimild|höfundur=VnExpress|titill=US delisting of Vietnam as developing nation no big deal - VnExpress International|útgefandi=VnExpress International – Latest news, business, travel and analysis from Vietnam|skoðað=17. maí 2021|url=https://e.vnexpress.net/news/business/economy/us-delisting-of-vietnam-as-developing-nation-no-big-deal-4058934.html}}</ref>