„Góa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Xypete (spjall | framlög)
 
Lína 2:
'''Góa''' er fimmti mánuður vetrar í gamla [[Norræna_tímatalið|norræna tímatalinu]] og hefst á [[Sunnudagur|sunnudegi]] í átjándu viku vetrar, eða [[18. febrúar|18.]] til [[24. febrúar]]. Fyrsti dagur góu er nefndur ''[[konudagur]]'' og var dagur húsfreyjunnar eins og fyrsti dagur [[Þorri|þorra]] var dagur húsbóndans. Heitið er kunnugt frá miðri 19. öld og er nú útbreitt. Sá siður að eiginmenn gefi konum sínum blóm á konudaginn hófst á sjötta áratug 20. aldar. Síðasti dagur góu nefnist ''góuþræll''.
 
==Orðsifjar==
Orðsifjar eru ekki þekktar með vissu eða nákvæmni. Enginn fugl ber viðlíka heiti, helst er giskað á tengsl við gríska ''khion'' -snjór og latína ''hiems'' -vetur
==Góublót==
Orðið góublót bendir til mannfagnaðar seint að vetri að fornu en um hann er ekkert vitað með vissu. Ljóst er hinsvegar af heimildum frá öndverðri 18. öld að fagna átti góu á svipaðan hátt og þorra. Skyldi það fremur vera húsbóndinn en húsfreyjan, en víst er að dagurinn var eignaður húsfreyjunni. Heimildir geta um tilhald í mat á síðari öldum en hvergi nærri á við þorrakomu. Kann þar að ráða nokkru að góukoma lendir oftast á langaföstu. Nokkuð var ort um Góu á 17. - 19. öld sem dóttur Þorra eða eiginkonu. Var þá stundum reynt í gamni að skjalla hana til að bæta veður. Svipaður kann að vera tilgangur þess góukomusiðar á norðaustanverðu landinu að góu var færður rauður ullarlagður.