„Dwight D. Eisenhower“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Numberguy6 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 42:
 
===Forsetatíð (1952–1961)===
Árið 1952 gaf Eisenhower kost á sér í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1952|forsetakosningum Bandaríkjanna]] fyrir [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikanaflokkinn]]. Hann bauð sig einkum fram til þess að koma í veg fyrir að öldungadeildarþingmaðurinn [[Robert A. Taft]] væri útnefndur frambjóðandi flokksins. Taft var einangrunarsinni sem var á móti Atlantshafsbandalaginu og vildi ekki að Bandaríkin hefðu afskipti af alþjóðamálum. Eisenhower vann útnefningu flokksins og vann síðan stórsigur í forsetakosningunum á móti [[Demókrataflokkurinn|demókratanum]] [[Adlai Stevenson II|Adlai Stevenson]]. Sigur Eisenhowers var fyrsti sigur Repúblikana í forsetakosningum frá því að [[Herbert Hoover]] vann árið 1928. Eisenhower vann endurkjör [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1956|árið 1956]], aftur á móti Stevenson.
 
Helstu markmið Eisenhowers sem forseta voru að hafa hemil á útþenslu [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] og draga úr tekjuhalla í útgjöldum alríkisstjórnarinnar. Árið 1953 hótaði Eisenhower því að beita kjarnavopnum til þess að fá kommúnistastjórn [[Kína|Kínverja]] til þess að fallast á friðarskilmála í [[Kóreustríðið|Kóreustríðinu]]. Kínverjar féllust á að skrifa undir vopnahlé og er vopnahléð enn í gildi í dag. Eisenhower beitti sér þó almennt fyrir aðhaldi í kjarnorkunotkun og lagði áherslu á ódýr kjarnavopn og lægri útgjöld til dýrustu herdeilda Bandaríkjahers. Líkt og forveri sinn, Harry S. Truman, viðurkenndi Eisenhower stjórn [[Taívan|Lýðveldisins Kína á Taívan]] sem hina einu réttmætu stjórn Kína. Hann fékk árið 1955 samþykki Bandaríkjaþings fyrir yfirlýsingu þar sem Bandaríkjamenn hétu því að koma Taívan til varnar ef kommúnistastjórnin á meginlandinu gerði innrás.