„Víetnam“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
OwenBlacker (spjall | framlög)
m →‎Tilvísanir: <reference/> → <references/>
byrjun á kafla
Lína 40:
'''Víetnam''' er land í [[Suðaustur-Asía|Suðaustur-Asíu]] með landamæri að [[Alþýðulýðveldið Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]] í norður, [[Laos]] í norðvestur og [[Kambódía|Kambódíu]] í suðvestur, og strandlengju að [[Suður-Kínahaf]]i. Íbúar landsins eru 93 milljónir ([[2014]]), og er það 13. fjölmennasta ríki heims. [[Mynd:Tran Quoc pagoga.jpg|thumb|left|[[Trấn Quốc]]]]
 
== Sjávarútvegur ==
Hlutfall [[sjávarútvegur|sjávarútvegs]] af vergri [[landsframleiðsla|landsframleiðslu]] Víetnams árið [[2005]] var 4%. Árið [[2002]] var framleiðsla sjávarútvegsins um 1,4 milljón tonn til manneldis en 1 milljón tonn í fóðurframleiðslu o.fl. Framleiðsla alls var hins vegar komin upp í 3,5 milljónir tonna árið [[2006]].
 
==Landafræði og náttúrúfar==
Víetnam er rúmlega 330 þúsund km2 og er lengd landsins norður til suðurs yfir 4.600 kílómetrar. Landið er breiðast 600 km og mjóast um 50 km. Fjallendi þekur um 40% landsins og regnskógar rúmlega 40%. Flatlendi er ekki nema 20%. Í norðri og suðri eru stórir árósar; í suðri [[Mekong]]-ósinn og norðri [[Rauðá]]r-ósinn. [[Fansipan]] (3.147 m.) er hæsti punktur landsins.
 
==Efnahagur==
=== Sjávarútvegur ===
Strandlengja Víetnams er 3260 km og skiptist veiðisvæðið í fjóra aðalhluta; við Tonkinflóa (ásamt [[Kína]]), Mið-Víetnam, Suðaustur-Víetnam og við Suðvestur-Víetnam (ásamt [[Kambódía|Kambódíu]] og [[Taíland]]i) sem er hluti af Taílandsflóa. Á þessu svæði eru yfir 80 hafnir sem hafa burði til að taka við vélknúnum bátum sem voru 81 þúsund árið [[2003]]. Þær eru hins vegar misstórar og ekki allar eru fullbúnar fyrir þróaðan sjávarútveg og lendir mikill hluti aflans í staðbundnum bæjar- og þorpsmörkuðum á verulega gamaldags hátt. Vinnslustöðvar rísa þó hratt við hafnirnar og ísunaraðferðum fleygir áfram á vissum stöðum.