„Ajax Amsterdam“: Munur á milli breytinga

8 bætum bætt við ,  fyrir 11 mánuðum
(after file change (GlobalReplace v0.6.5))
 
=== Ajax í dag ===
[[Mynd:Frank de Boer (cropped).jpg|thumb|left|upright|Frank de Boer, fyrrum leikmaður Ajax, er núverandi þjálfari liðsins]]
Níundi áratugurinn einkenndist af fjölda bikurum í Hollandi, en aðeins einum á alþjóðavettvangi. Liðið varð fjórum sinnum hollenskur meistari og þrefaldur bikarmeistari. Eini titillinn sem vannst í Evrópu var sigur í Evrópukeppni bikarhafa [[1987]] er liðið sigraði Lokomotive Leipzig frá [[Austur-Þýskaland]]i 1-0. Á þessum tíma spiluðu margir þekktir knattspyrnumenn með félaginu, eins og [[Ronald Koeman]], [[Frank de Boer]], [[Gerald Vanenburg]], [[Marco van Basten]] og [[Dennis Bergkamp]]. Á tíunda áratugnum hélt sigurganga Ajax áfram. Liðið varð fimm sinnum hollenskur meistari og þrefaldur bikarmeistari. [[1995]] var auk þess eitt allra gjöfulasta ár félagsins. Þá sigraði það í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 sigur á [[AC Milan]], í Super Cup í Evrópu eftir sigur á [[Real Saragossa]] og í heimsbikarkeppninni eftir sigur á Grêmio Porto Alegre frá [[Brasilía|Brasilíu]]. Með hollenska meistaratitlinum skilaði árið 1995 því fjórum stórum bikurum í safnið. Ajax er eitt af fjórum liðum sem þar með hefur unnið öll þrjú stórmót í knattspyrnu í Evrópu. Á þessum tíma léku þekktir knattspyrnumenn eins og [[Marc Overmars]], [[Edgar Davids]], [[Michael Laudrup]], [[Patrick Kluivert]], [[Jari Litmanen]], [[Clarence Seedorf]] og markmaðurinn [[Edwin van der Sar]] með félaginu. Árið [[1996]] fékk Ajax nýjan og glæsilegan leikvang, er Amsterdam ArenA var fullbúinn fyrir félagið. Leikvangurinn kostaði 96 milljónir [[evra]] og tekur tæplega 53 þús manns í sæti. Á fyrstu árum 21. aldar hélt félagið áfram sigurgöngu sinni. Fram að [[2011]] varð Ajax þrefaldur hollenskur meistari og fjórfaldur bikarmeistari. Hins vegar hefur enginn alþjóðlegur titill unnist síðan sögufræga árið 1995. Af nýjum þekktum leikmönnum má nefna [[Wesley Snijder]], [[Rafael van der Vaart]], [[Zlatan Ibrahimović]], Frenkie de Jong, Matthijs De Ligt, Hakim Ziyech og Donny Van de Beek. [[Kolbeinn Sigþórsson]] lék með liðinu 2011-2015.
 
56

breytingar