Munur á milli breytinga „Finnska karlalandsliðið í knattspyrnu“

 
 
Finnar kepptu í knattspyrnukeppni [[Sumarólympíuleikarnir 1952|Ólympíuleikanna 1952]] sem gestgjafar en féllu út í fyrstu umferð. Liðið tók þátt í forkeppnum allra heimsmeistarakeppna og flestra Evrópumóta en endaði yfirleitt í neðsta sæti síns riðils. Um og eftir 1980 tóku úrslitin örlítið að skána. Finnar byrjuðu forkeppnina fyrir [[Evrópukeppnin í knattspyrnu 1980|EM 1980]] með miklum látum en fataðist flugið í lokaleikjunum og voru að lokum einu stigi frá því að komast áfram. Svipaða sögu má segja af forkeppni [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1986|HM 1986]]. Sniðganga fjölda landa á [[Sumarólympíuleikarnir 1980|ÓL 1980]] þýddi að Finnland komst til Moskvu en mistókst að komast áfram úr riðlakeppninni.
 
Á tíunda áratugnum komu upp nokkrir afbragðsleikmenn í Finnlandi. Kunnastur þeirra var [[Jari Litmanen]] sem lék með hollenska liðinu [[Ajax Amsterdam|Ajax]]. [[Richard Møller Nielsen]] sem gert hafði [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Dani]] að [[Evrópukeppnin í knattspyrnu 1992|Evrópumeisturum 1992]] tók við stjórn finnska liðsins og freistaði þess árangurslaust að koma Finnum á stórmót og það sama gerðist undir stjórn [[Roy Hodgson]].
 
Finnar þurftu sigur á útivelli í lokaleik gegn [[Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu|Portúgölum]] til að komast á [[Evrópukeppnin í knattspyrnu 2008|EM 2008]] en þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli. Þau úrslit tryggðu Finnum þó 33. sætið á heimslista FIFA sem er besti árangur þeirra til þessa dags.
 
[[Teemu Pukki]] var í aðalhlutverki í forkeppni [[Evrópukeppnin í knattspyrnu 2020|EM 2020]] þar sem Finnar náðu loksins að tryggja sér sæti í úrslitakeppni. Þeir unnu fyrsta leik sinn á mótinu gegn Dönum þann 12. júní 2021.
 
==Þekktir leikmenn==
Óskráður notandi