Munur á milli breytinga „Finnska karlalandsliðið í knattspyrnu“

 
[[Finnska borgarastyrjöldin]] leiddi til klofnings í finnsku íþróttahreyfingunni. Starfrækt voru tvö knattspyrnusambönd, annað borgaralegt sem tefldi fram hinu opinbera landsliði Finnlands en hitt var skipað kommúnistum og sendi lið á alþjóðamót verkamanna. Síðarnefnda sambandið hafi á að skipa mörgum öflugum leikmönnum, en undir lok þriðja áratugarins gekk stór hópur þeirra til liðs við borgaralega sambandið til að eiga kost á að keppa fyrir landsliðið. „Liðhlaupar“ þessir urðu hryggjarstykkið í finnska landsliðinu á fjórða áratugnum og voru í meirihluta í liðinu sem keppti á [[Sumarólympíuleikarnir 1936|Ólympíuleikunum í Berlín]] árið 1936 og féll úr leik í fyrstu umferð. Finnar tóku í fyrsta sinn þátt í forkeppni HM fyrir [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1938|mótið 1938]] en töpuðu öllum leikjum.
 
Finnar kepptu í knattspyrnukeppni [[Sumarólympíuleikarnir 1952|Ólympíuleikanna 1952]] sem gestgjafar en féllu út í fyrstu umferð. Liðið tók þátt í forkeppnum allra heimsmeistarakeppna og flestra Evrópumóta en endaði yfirleitt í neðsta sæti síns riðils. Um og eftir 1980 tóku úrslitin örlítið að skána. Finnar byrjuðu forkeppnina fyrir [[Evrópukeppnin í knattspyrnu 1980|EM 1980]] með miklum látum en fataðist flugið í lokaleikjunum og voru að lokum einu stigi frá því að komast áfram. Svipaða sögu má segja af forkeppni [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1986|HM 1986]]. Sniðganga fjölda landa á [[Sumarólympíuleikarnir 1980|ÓL 1980]] þýddi að Finnland komst til Moskvu en mistókst að komast áfram úr riðlakeppninni.
 
==Þekktir leikmenn==
Óskráður notandi