„Sveitarfélagið Hornafjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 24:
Þegar [[Kjördæmi Íslands|kjördæmaskipan]] vegna kosninga til Alþingis var breytt eftir [[Alþingiskosningar 1999|kosningarnar 1999]] var það álitamál hvort að sveitarfélagið Hornafjörður ætti fremur að fylgja [[Suðurkjördæmi]] eða [[Norðausturkjördæmi]] í hinni nýju skipan en sveitarfélagið hafði áður tilheyrt [[Austurlandskjördæmi]] í eldri kjördæmaskipan. Gerð var skoðanakönnun hjá íbúum sveitarfélagsins sem leiddi í ljós að 58% aðspurðra kusu fremur að fylgja Suðurkjördæmi.<ref>[https://timarit.is/page/7298380#page/n0/mode/2up Í suðurkjördæmi?] (30. mars 2000). ''Austri'' </ref> Farið var að þeirri niðurstöðu.
 
Sveitarfélagið gekk í [[Samtök sunnlenskra sveitarfélaga|Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga]] 1. janúar 2009 og um leið úr landshlutasamtökum sveitarfélaga á Austurlandi.<ref>[https://www.sass.is/arsthing-sass-2009/ Ársþing SASS 2009.] sass.is</ref> Við endurskipulagningu embætta [[Lögreglan á Íslandi|lögreglu]] og [[Sýslumenn á Íslandi|sýslumanna]] árið 2014 var sveitarfélagið einnig látið fylgja Suðurlandi fremur en Austurlandi.
 
== Heimildir ==