„Sjávarspendýr“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Búið til með því að þýða síðuna "Marine mammal"
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 8. júní 2021 kl. 00:11

Sjávarspendýr eru vatnaspendýr sem reiða sig á hafið og önnur sjávarvistkerfi til að lifa af. Sjávarspendýr eru til dæmis selir, hvalir, sækýr, sæotrar og ísbirnir. Þetta er óformlegur hópur dýra sem eiga það eitt sameiginlegt að treysta á sjóinn til að lifa.

A humpback whale swimming
Hnúfubakur ( Megaptera novaeangliae )
A black-speckled seal with a light-gray underside and a dark-gray back, sitting on rocks, its mouth agape showing sharp teeth
Pardusselur (Hydrurga leptonyx)

Aðlögun sjávarspendýra að lífi í vatni er mjög mismunandi milli tegunda. Bæði hvalir og sækýr lifa alfarið í sjó og eru nauðbundin vatni. Selir og sæjón eru hálfgerð vatnadýr; þau verja meirihlutanum af tíma sínum í vatni en þurfa að snúa aftur til lands fyrir mikilvægar athafnir eins og pörun, kæpingu og moltun . Aftur á móti eru bæði otrar og ísbirnir mun minna aðlagaðir að vatni. Mataræði sjávarspendýra er einnig mjög breytilegt; sum borða dýrasvif, önnur borða fisk, smokkfisk, skelfisk, eða þörunga og nokkur borða önnur spendýr. Þó að fjöldi tegunda sjávarspendýra sé lítill miðað við tegundir sem finnast á landi, þá eru hlutverk þeirra í ýmsum vistkerfum stór, sérstaklega varðandi viðhald vistkerfa sjávar, meðal annars með því að halda stofnum annarra tegunda í skefjum. Þetta hlutverk þeirra í viðhaldi vistkerfa er sérstakt áhyggjuefni þar sem 23% af tegundum sjávarspendýra eru talin í hættu.