„Umhverfisstofnun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Uppfæri flokk (via JWB)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Umhverfisstofnun''' er [[Ríkisstofnanir á Íslandi|ríkisstofnun]] sem starfar samkvæmt sérstökum [[lög]]um nr. 90/2002. Hlutverk hennar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og [[sjálfbær þróun|sjálfbærri]] nýtingu [[náttúruauðlind]]a.
 
== Saga ==
22. mars 2002 fékk [[Siv Friðleifsdóttir]] [[umhverfisráðherra]] samþykki í [[Þriðja ráðuneyti Davíðs Oddssonar|ríkisstjórn Íslands]] fyrir því að leggja fram frumvarp um nýja stofnun<ref>{{vefheimild|url=https://timarit.is/page/3436045|titill=Morgunblaðið, 23. mars 2003}}</ref>, Umhverfisstofnun sem sameinaði verkefni fimm stofnana:
* [[Dýraverndarráð]]
* [[Hollustuvernd ríkisins]]
* [[Hreindýraráð]]
* [[Náttúruvernd ríkisins]]
* [[Veiðistjóraembættið]]
 
Frumvarpið var samþykkt þann 3. maí 2002 á Alþingi<ref>{{vefheimild|url=https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidslur/?btim=2002-05-03+15:42:48&etim=2002-05-03+15:43:03|titill=Alþingi.is, atkvæðagreiðsla 15:43 3. maí 2002}}</ref>. Auglýst var eftir forstjóra 4. júní 2002<ref>{{vefheimild|url=https://timarit.is/page/3446027|titill=Morgunblaðið, 4. júní 2002}}</ref> sem skyldi gegna embætti frá 1. ágúst 2002 til 5 ára. Stofnunin hóf störf 1. janúar 2003.
 
Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar rann inn í opinbera hlutafélagið [[Matís ohf]] 1. janúar 2007. Matvælasvið Umhverfisstofnunar rann inn í nýja stofnun, [[Matvælastofnun]] 1. janúar 2008.
 
=== Forstjórar ===
* [[Davíð Egilsson]], 2002-2007
* [[Ellý Katrín Guðmundsdóttir]] 2007-2008
* [[Kristín Linda Árnadóttir]] 2008-2019
* [[Sigrún Ágústsdóttir]] 2019-
 
== Heimildir ==
<references/>
* [http://www.ust.is Umhverfisstofnun]
* [http://www.althingi.is/lagas/127b/2002090.html Lög 2002 nr. 90 um Umhverfisstofnun]