„Martinique“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 31:
| tld = mq
}}
'''Martinique''' ([[frönsk antilleyska]]: ''Matinik'' eða ''Matnik''; [[kalinago]]: ''Madinina'' eða ''Madiana'') er [[eyja]] í austanverðu í [[Karíbahaf]]i. Eyjan er hluti af [[Litlu-Antillaeyjar|Litlu-Antillaeyjum]] í [[Vestur-Indíur|Vestur Indíum]], norðan við [[Sankti Lúsía|Sankti Lúsíu]] og sunnan við [[Dóminíka|Dóminíku]]. Eyjan er eitt af [[Handanhafshérað|handahafshéruðum]] [[Frakkland|Frakklands]].
 
Eyjan varð frönsk [[nýlenda]] árið [[1635]]. Frakkar ráku frumbyggja eyjarinnar burt árið [[1660]] og fluttu inn [[þrælahald|þræla]] frá [[Afríka|Afríku]] til að vinna þar á [[plantekra|plantekrum]]. [[Joséphine de Beauharnais]], kona [[Napóleon Bónaparte|Napóleons]] fæddist á Martinique árið [[1763]]. Hún var dóttir franskra plantekrueigenda. Upphaflega var höfuðborg eyjarinnar [[Saint-Pierre (Martinique)|Saint-Pierre]] en bærinn eyðilagðist þegar eldfjallið [[Mont Pelée]] gaus [[1902]] með þeim afleiðingum að 30.000 íbúar létust. Eftir það var höfuðborgin flutt til [[Fort-de-France]].
 
Líkt og önnur héruð Frakklands er Martinique hluti af [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] og notar [[evra|evru]] sem gjaldmiðil. Margir íbúar tala [[frönsk antilleyska|franska antilleysku]] þótt [[franska]] sé opinbert tungumál.
 
==Heiti==
Heiti eyjunnar á frönsku, Martinique, er dregið af [[taónósk mál|taínósku]] heiti hennar, ''Madiana''/''Madinina'', sem merkir „blómaeyja“, eða ''Matinino'', „kvennaeyja“, samkvæmt Kólumbusi sem sigldi til eyjarinnar árið 1502.<ref name="britannica1">{{cite web |url=https://www.britannica.com/place/Martinique |title=Encyclopedia Britannica- Martinique |access-date= 10. júlí 2019}}</ref> Samkvæmt sagnfræðingnum Sydney Daney nefndu [[Karíbar]] eyjuna ''Jouanacaëra'' eða ''Wanakaera'' sem merkir „[[kemba|kembueyja]]“.<ref>{{Cite web|title=Martinique (English)|url=http://sahilchindalfrench2.weebly.com/martinique-english.html|access-date=2020-09-21|website=French II}}</ref>
 
==Stjórnmál==
===Stjórnsýslueiningar===
[[File:Martinique legende arrs.PNG|thumb|Kort sem sýnir sýsluhverfin á Martinique.]]
Martinique skiptist í fjögur [[sýsluhverfi]] (''arrondissements'') og 34 [[sveitarfélög Frakklands|sveitarfélög]] (''communes''). 45 [[kantónur Frakklands|kantónur]] voru lagðar niður árið 2015. Hverfin eru:
* Fort-de-France er eina lögsagnarumdæmið á Martinique. Það nær yfir miðhluta eyjarinnar. Þar eru fjögur sveitarfélög og (áður) 16 kantónur. Árið 2013 var íbúafjöldi þar 161.021.<ref name=pop>{{cite web| url=http://www.insee.fr/fr/themes/document.asp?reg_id=23&ref_id=23857 | title=Recensement de la population en Martinique – 385 551 habitants au 1er janvier 2013 | author=INSEE| access-date=21. maí 2016 |language=fr| author-link=INSEE }}</ref> Fyrir utan höfuðborgina eru þar bæirnir [[Saint-Joseph (Martinique)|Saint-Joseph]] og [[Schœlcher]].
* [[La Trinité (Martinique)|La Trinité]] er eitt af þremur undirumdæmum á eyjunni og nær yfir norðausturhlutann. Þar eru 10 sveitarfélög og 11 kantónur. Árið 2013 voru íbúar 81.475.<ref name=pop/> La Trinité nær yfir bæina La Trinité, [[Ajoupa-Bouillon]], [[Basse-Pointe]], [[Le Gros-Morne]], [[Le Lorrain]], [[Macouba]], [[Le Marigot]], [[Le Robert]] og [[Sainte-Marie (Martinique)|Sainte-Marie]].
* [[Le Marin]], annað undirumdæmið á Martinique, nær yfir suðurhluta eyjarinnar. Þar eru 12 sveitarfélög og (áður) 13 kantónur. Árið 2013 voru íbúar 119.653.<ref name=pop/> Umdæmið nær yfir bæina Le Marin, [[Les Anses d'Arlet]], [[Le Diamant]], [[Ducos (Martinique)|Ducos]], [[Le François]], [[Rivière-Pilote]], [[Rivière-Salée]], [[Sainte-Anne (Martinique)|Sainte-Anne]], [[Sainte-Luce (Martinique)|Sainte-Luce]], [[Saint-Esprit]], [[Les Trois-Îlets]] og [[Le Vauclin]].
* [[Saint-Pierre (Martinique)|Saint-Pierre]] er þriðja undirumdæmið. Þar eru 8 sveitarfélög og (áður) 5 kantónur, á norðvesturhluta eyjarinnar. Árið 2013 voru íbúar 23.402.<ref name=pop/> Ásamt Saint-Pierre eru þar bæirnir [[Le Carbet]], [[Case-Pilote-Bellefontaine]], [[Le Morne-Rouge]] og [[Le Prêcheur]].
 
==Tilvísanir==
{{reflist}}
 
{{Stubbur|landafræði}}