Munur á milli breytinga „The Office“

4.169 bætum bætt við ,  fyrir 3 mánuðum
Um karakterana 1/2
(Um karakterana 1/2)
== Aðalsöguþráður ==
Þættirnir segja frá pappírskrifstofu í Scranton, Dunder Mifflin í Pensylvaníu þar sem mikið af ólíku fólki vinnur. Í fyrstu þáttaröðinni kemur nýr starfsmaður á vinnustaðinn, ungi og óreyndi Ryan. Möttökuritarinn Pam er að fara að giftast kærastanum sínum Roy en Jim segir henni að lokum í annari þáttaröðinni að hann elski hana, Pam frestar brúðkaupinu og hættir með Roy. Jim hættir að vinna í Scranton í byrjun þriðju þáttaröðinnar og fer að hann að vinna í öðru Dunder Mifflin fyrirtæki í Stamford. Þar vinnur meðal annars líka Andy og Karen með Jim. Dwight byrjar síðan með Angelu sem vinnur líka í Scranton en þau reyna að halda sambandinu leyndu. Michael byrjar síðan með yfirmanni sínum, Jan. Í miðri þriðju þáttaröð sameinast Stamford við Scranton og koma því Jim, Andy og Karen meðal annars til Scranton. Karen verður síðan kærasta Jims. Í lok þriðju þáttaraðar fer Dunder Mifflin að finna nýjan yfirmann Dunder Mifflin. Þeir taka meðal annars í starfsviðtöl Michael, Jim og Ryan. Í lok þriðju þáttaraðar kemur í ljós að Karen og Jim eru að hætta saman og að Ryan mun verða yfirmaður Dunder Mifflin. Í byrjun fjórðu þáttaraðar er Jim og Pam byrjuð saman og Ryan orðin yfirmaður. Angela fattar að Dwight drap köttinn hennar og þau hætta því saman. Andy spyr Angelu hvort hann vilja byrja með sér og hún segir já til þess að gera Dwight öfundsjúkann. Michael og Jan skilja svo í dramamatarboði í miðri fjórðu þáttaröð. Í lok fjórðu þáttaraðar segir Toby, starfsmannafulltrúinn að ætlar að fara til Costa Rica í einhvern tíma og að Holly nokkur muni taka við. Michael verður síðan hrifinn af Holly og þau byrja saman í byrjun fimmtu þáttaraðar. Andy biður Angelu um að giftast sér og hún játar. Ryan verður síðan rekinn sem yfirmaður og hættir hjá Dunder Mifflin. Jim biður Pam um að giftast sér og eru þau að plana brúðkaupið í fimmtu þáttaröðinni. Stjóri Dunder Mifflin heyrði það að Michael og Holly eru byrjuð saman og kemst að því að það brjóti lög. Hann sendir Holly aftur til baka og Michael og Holly komast að því að það er best að þau hætti saman. Toby kemur síðan aftur til Scranton. Andy fattar síðan að Angela er búin að vera í framhjáhaldi við Dwight og þau hætta saman. Í miðri þáttaröðinni ákveður Michael að hætta hjá Dunder Mifflin og hann ætlar að stofna sitt eigið fyrirtæki, Michael Scott Paper Company. Hann fær með sér Pam og Ryan í fyrirtækið. Í lok fimmtu þáttaraðar fer fyrirtækið í gjalþrot og sameinast Dunder Mifflin og þau starfa síðan öll þar. Þegar Pam kemur aftur hættir hún sem möttökuritari og verður sölumaður og nýr starfsmaður, Erin tekur við sem ritari. Í lok þáttaröðunnar kemst Jim og Pam að því að Pam er ólétt. Í byrjun sjöttu þáttaraðar gifta Jim og Pam sig. Barn Jim og Pam fæðist í miðri sjöttu þáttaröð og nýtt fyrirtæki Sabre verður annar eigandi Scranton útibúsins. Andy og Erin byrja síðan saman í lok sjöttu þáttaraðar en Erin hættir með Andy þegar hún komst að því að hann og Angela voru saman áður. Í sjöundu þáttaröðinni segir Toby að hann muni hætta aftur tímabundið og að Holly muni taka við. Holly kemur og Michael reynir að byrja með henni aftur en kemst að því að hún er enþá með kærastanum sínum sem hún fékk eftir að hún hætti með Michael, A.J. Holly skilur síðan við A.J og Michael og Holly byja saman. Michael biður síðan Holly og þau ákveða að flytja saman til Colorado þar sem fjölskylda Holly er. Michael hættir því og velur Michael Deangelo nokkurn til þess að vera nýji stjórinn. Michael hættir en Deangelo slasar sig alvarlega og hættir sem stjóri. Ákveðið er að finna nýjan stjóra og eru margir kallar í viðtöl. Ákveðið var að fá Robert Califroniu nokkurn sem stjóra en hann fór og keypti Sabre og varð yfirmaður Sabre. Robert ákvað svo að fá Andy sem stjóra í byrjun áttundu þáttaraðar. Pam verður síðan aftur ólétt og Angela líka með manninum sínum, öldungardeildarþingmanninum. Dwight heldur því svo fram að hann sé faðir barnsins. Í áttundu þáttaröðinni er ákveðið að fá einhvern hóp til þess að fara í stórt verkefni í Tallahasse. Jim, Dwight, Stanley, Ryan og Erin fara í verkefnið. Erin ákveður að vera lengur í Tallahasse í annari vinnu og hættir. Andy kemur síðan þangað til Erin og segir að hann elski hana. Þau byrja saman og fara aftur að vinna í Scranton. Þegar hann kemur aftur er Nellie sem vinnur hjá Sabre ráðin til þess að vera tímabundið stjóri. Þegar Andy kemur aftur neitar Nellie að hætta sem stjóri og Andy verður reiður og brýtur allt og bramlar. Robert California rekur svo Andy. Í lok áttundu þáttaraðar kaupir David Wallice, gamli eigandi Dunder Mifflin, Dunder Mifflin fyrirtækið af Sabre og hættir Robert og David tekur við. David fær Andy til þess að verða stjórinn aftur. Í byrjun níundu þáttaraðar fattar Dwight eftir blóðtöku að hann er ekki faðir drengsins og Ryan og Kelly hætta hjá Dunder Mifflin. Jim byrjar að vinna í öðru fyrirtæki að hluta til í Philadelfia. Foreldrar Andy eru að skilja og Andy fær gamlan bát úr fjölskyldunni og ákveður að sigla á honum í þrjá mánuði. Erin verður reið við Andy þegar hann kemur aftur fyrir að yfirgefa hana og skilur við Andy. Erin byrjar síðan með Pete sem er nýr á vinnustaðnum og Andy er í ástarsorg. Pam byrjar svo að finna vinnur fyrir sig í Philadelfia og hyggjast þau ætla að flytja alfarið til Filadelfia.
 
== Kararkterar ==
 
=== Michael Scott ===
Michael er er yfirmaður Dunder Mifflin Paper Company í Scranton, Pennsylvaníu. Michael lítur á sig sem ákaflega hæfan yfirmann sem getur tekist á við öll vandamál á skilvirkan hátt. Í raun og veru er Scott illa í stakk búinn til að takast á við flest vandamál sem koma upp hjá Dunder Mifflin. Michael elskar að hýsa fundi í ráðstefnusal þar sem mjög lítið er áorkað en hann fær að vera miðpunktur athygli.
 
=== Dwight Schrute ===
Dwight er óopinber aðstoðarmaður (yfirmannsins) hjá Dunder Mifflin. Dwight er ákaflega ástríðufullur fyrir pappír og er stöðugt að reyna að heilla Michael. Dwight er einnig leiðandi sölumaður á Scranton skrifstofunni. Þó að Dwight sýni mörg einkenni sem skortir félagslegan þokka, þá hefur hann mjög góðan skilning á mörgum efnahagslegum hugtökum.
 
=== Jim Halpert ===
Jim er sölumaður og er talinn vera einn af „hetjum“ þáttanna vegna afslappaðs viðhorfs og getu til að umgangast fólk. Á meðan á seríunni gengur giftist Jim, Pam Beasley og verður síðan ansi áhugasamur um að ná árangri sem pappírssölumaður. Það eru mörg dæmi á skrifstofunni þar sem Jim eyðir mjög litlum tíma í að reyna að auka pappírssölu í staðinn fyrir að eyða töluverðum tíma í að vinna ástúð Pam. Jim eyðir líka óheyrilegum tíma í að hrekkja Dwight eða skemmta vinnufélögum sínum sem hann gerir fyrst og fremst til að skemmta Pam.
 
=== Pam Beasley ===
Pam er mótökuritari hjá Dunder Mifflin og reynir að halda Michael nokkuð einbeittum í starfi og vera afkastamikill. Pam er ekki meðvitað um rómantískan áhuga Jim á henni í fyrstu þáttaröðunum. Pam verður að lokum skrifstofustjóri sem sýnir skilning á fjárveitingum og kostnaðarhömlum.
 
=== Ryan Howard ===
Ryan Howard er tímabundinn starfsmaður í fyrstu þáttaröð en verður að lokum gerður að umsjónarmanni Michael hjá Dunder Mifflin. Seinna kemur í ljós að hann var að villa um fyrir hluthöfum Dunder Mifflin og er sagt upp störfum. Michael ræður síðar aftur Ryan sem tímabundinn starfsmann. Meðan Ryan var enn tímabundinn (fyrir kynningu sína) lætur hann Michael Scott tala við MBA bekkinn sinn þar sem Michael sýnir ógnvekjandi skilning á hagfræði. Maður gæti haldið að Ryan myndi búa yfir töluverðu viðskiptalífi sem hann sýnir þegar hann kynnir nýstárlega nálgun við bókhald í „Dunder Mifflin Infinity“ sem myndi spara fyrirtækinu peninga (á meðan að sumir endurskoðendurnir verða atvinnulausir í uppbyggingu). Ryan sýnir að skilningur hans á bókhaldi og hagfræði er fremur takmarkaður þegar hann reynir að hjálpa Michael Scott Paper Company að koma með framkvæmanlega viðskiptaáætlun. Þetta veitir frábært kennslutækifæri til að sýna fram á muninn á föstum og breytilegum kostnaði. Raunveruleg staða Ryan hjá fyrirtækinu hverju sinni er ekki eins mikilvæg og augljós skortur á siðferði og tengsl hans við Kelly á nýjan leik.
 
=== Andy Bernard ===
Andy gekk til liðs við sölufólkið hjá Dunder Mifflin eftir að hafa eytt tíma í Stamford útibúinu áður en honum var lokað vegna minnkunar. Andy var í stuttan tíma sem framkvæmdastjóri Dunder Mifflin en fyrir flesta seríurnar virkar hann sem sölumaður sem gerir einnig nokkur mistök við skilning á sölu og mörkuðum. Þetta getur einnig veitt kennslustundir sem eru teknar í sumum myndbandanna. Besta dæmið um þetta er þegar hann selur notaða bílinn sinn á verði langt undir jafnvægi til Dwight.
 
=== Stanley Hudson ===
Stanley er nokkuð farsæll sölumaður sem er ósáttur við að eyða tíma á skrifstofu þar sem hann er venjulega ekki afkastamikill. Stanley þolir langa og venjulega tilgangslausa fundi ráðstefnusalar hjá Michael með því að eyða tíma sínum í að klára krossgátur.
 
=== Phyllis Lapin ===
Phyllis er einnig sölumaður hjá Dunder Mifflin. Þó að Phyllis sé yfirleitt mjög afslappuð og hljóðlát er hún mjög verndandi fyrir stöðu sína í fyrirtækinu og söluþóknun hennar.
 
== Á bak við tjöldin ==
Óskráður notandi