„Apple“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tek aftur breytingu 1667485 frá 193.201.183.198 (spjall)
Merki: Afturkalla
ég breytti smá
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Lína 15:
{{Hreingera}}
 
follow us on instagram: stefansvavars gimmi.sig bessiolafs ulfurblondal{{S|1977}}
'''Apple Inc.''' ({{nasdaq|AAPL}}, {{lse|ACP}}, {{FWB|APC}}) er [[Bandaríkin|bandarískt]] raftækjafyrirtæki með höfuðstöðvar í [[Cupertino]] í [[Kalifornía|Kaliforníu]]. Apple þróar, framleiðir, markaðssetur og selur m.a. [[borðtölva|borðtölvur]], [[fartölva|fartölvur]], [[Margmiðlunarspilari|margmiðlunarspilara]], [[sími|síma]], [[stýrikerfi]], [[forrit]] og aukahluti í tölvur. Þekktustu vörumerki Apple eru [[Macintosh]]-einkatölvurnar sem komu á markað 1984 og margmiðlunarspilarinn [[iPod]] sem kom fyrst á markað 2001. [[Farsími]]nn [[iPhone]] hefur einnig náð miklum vinsældum frá því að hann kom á markað í júní 2007. Af öðrum [[Vélbúnaður|vélbúnaði]] sem Apple framleiðir má nefna [[Apple TV]] sem tengir margmiðlunarsafn einkatölvunnar við [[sjónvarp]] og [[netþjónn|netþjónana]] [[Xserve]]. Stærsta [[hugbúnaður|hugbúnaðarafurð]] Apple er [[stýrikerfi]]ð [[Mac OS X]], nýjasta útgáfa þess, „Lion“, kom út í lok júlí 2011. [[iLife]]-pakkinn fylgir með öllum nýjum Apple-tölvum og inniheldur ýmis forrit sem varða einfalda vinnslu með ljósmyndir, kvikmyndir, tónlist og vefsíðugerð, svonefnd „lífstílsforrit“. Fyrir fagmenn á þessum sviðum býður Apple upp á öflugri forrit eins og [[Aperture]] (ljósmyndun), [[Final Cut Studio]] (kvikmyndir) og [[Logic Pro]] (tónlist). [[iWork]]-pakkinn inniheldur hefðbundinn skrifstofuhugbúnað, þ.e.: ritvinnsluforrit, töflureikni og glærusmið. [[Vafri]]nn [[Safari]] og tónlistarspilarinn [[iTunes]] eru ekki aðeins vinsæl forrit á Mac OS X heldur eru þau einnig í boði fyrir tölvur sem keyra [[Windows]]-stýrikerfið. Í gegnum iTunes er hægt að nálgast [[iTunes Store]] sem er vefverslun Apple með afþreyingarefni á borð við tónlist, sjónvarpsþætti, kvikmyndir, tónlistarmyndbönd, hugbúnað fyrir iPhone og iPod touch og hljóðbækur.
 
== Saga ==
Apple var stofnað [[1. apríl]] [[1976]] af [[Steve Jobs]], [[Steve Wozniak]] og [[Ronald Wayne]] (fyrirtækið var gert að hlutafélagi [[3. janúar]] [[1977]] án Wayne) í kringum [[Apple I]] tölvuna. Steve Wozniak handsmíðaði Apple I tölvurnar í stofunni hjá foreldrum Steve Jobs. Tölvurnar voru kynntar almenningi í [[Homebrew Computer Club]] sem var áhugamannafélag um tölvur sem starfaði í [[Kísildalur|Kísildal]]. Alls voru smíðaðar 200 Apple I vélar sem innihéldu [[móðurborð]] (með [[örgjörvi|örgjörva]], [[vinnsluminni]] og [[skjákort]]i) og voru langt frá því að falla undir seinnitíma skilgreiningu á „einkatölvu“.
 
Jobs fékk tölvuverslunina ''„The Byte Shop“'' til að kaupa 50 tölvur á 500 [[Bandaríkjadalur|dali]] stykkið. Því næst pantaði hann íhluti af Cramer Electronics. Jobs tókst eftir ýmsum leiðum, m.a. með því að fá lánaða aðstöðu hjá vinum og ættingjum og með því selja persónulegar eigur, þ.á m. [[Volkswagen Gerð 2|Volkswagen-rúgbrauðið]] sitt, að tryggja að nóg væri til af íhlutum á meðan Wozniak og Wayne handsmíðuðu tölvurnar.
 
Fyrirtækið hét Apple Computer Inc. fyrstu 30 árin. Þann [[9. janúar]] [[2007]] var orðinu „Computer“ sleppt úr nafninu til þess að endurspegla breyttar áherslur þar sem fyrirtækið eiblíndi ekki lengur á einkatölvuna heldur einnig annarskonar tækjabúnað (iPod, iPhone og Apple TV) og sölu á afþreyingarefni. Frá og með Maí 2010, varð Apple eitt af stærstu fyrirtækjum í heiminum og verðmætasta fyrirtækið í heiminum.
 
== Núverandi vöruframboð ==
:''Sjá einnig: [[Tímaröð Macintosh-tölva]]''
=== Vélbúnaður ===
[[Mynd:Mac mini Intel Core.jpg|thumb|left|[[Mac mini]] tölva.]]
Apple setti á markað fyrstu [[Macintosh]]-tölvurnar árið [[1984]]. [[Mac mini]] er einkatölva sem var sett á markaðinn í [[janúar]] [[2005]], hún er seld án ytri búnaðar á borð við skjá, lyklaborð og mús. [[iMac]] er borðtölva sem sett var á markaðinn árið [[1998]] en helsta einkenni hennar er að tölva og skjár eru sambyggð. Power Mac tölvunni var skipt út fyrir [[Mac Pro]] árið 2006, en hún notast við [[Intel Xeon]] [[64-bita]] örgjörva. [[Xserve]] eru [[netþjónn|netþjónar]] frá Apple. Árið [[2006]] setti Apple á markaðinn [[MacBook]], sem tók við af [[iBook]]-[[Fartölva|fartölvunni]]. MacBook er frekar dýr fartölva með Intel Core 2 Duo örgjörva og 13 tommu [[Tölvuskjár|skjá]]. Þær er hægt að fá hvítar. [[MacBook Pro]] er öflugri fartölva með 13, 15 eða 17 tommu skjá og er gerð úr áli.
 
[[Mynd:Macbook white redjar 20060603.jpg|thumb|right|Hvít MacBook]]
 
Árið [[2001]] setti Apple á markað tónlistarspilarann [[iPod]]. Nú selur Apple iPod touch (með snertiskjá), iPod classic, iPod nano og iPod shuffle. Apple selur einnig [[iPhone]], sem er [[farsími]] með [[WiFi]] og [[Bluetooth]] og innbyggðum iPod og netvafra.
 
Þeir selja einnig [[Apple TV]] fyrir sjónvörp.
 
=== Tölvuforrit ===
Apple framleiðir sitt eigið [[stýrikerfi]], [[Mac OS X]]. Þeir selja einnig ýmis tölvuforrit, til dæmis [[iLife]] ([[iDVD]], [[iMovie]], [[iPhoto]], [[iTunes]], [[iWeb]] og [[GarageBand]]) og [[iWork]] ([[Keynote]], [[Pages]] og [[Numbers]]). Atvinnuforrit Apple eru [[Mac OS X Server]], [[Aperture]], [[Final Cut Studio]], [[Logic Pro]] og [[Shake (forrit)|Shake]]. Vefforrit Apple er [[.Mac]].
 
== Verslanir ==
{{Skoða meira|Apple Store}}
 
Apple rekur einnig yfir 300 verslanir í tíu löndum, meðal annars í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], [[Japan]], [[Bretland]]i, [[Kanada]] og [[Ítalía|Ítalíu]]. Búðirnar innihalda flestar Apple hluti og einnig vörur frá öðrum framleiðendum. Við þær er einnig tengt verkstæði fyrir Apple-vörur. Apple hefur meira en 60.000 starfsmenn um allan heim.
 
[[Epli.is]] er umboðsaðili Apple á Íslandi og rekur tvær verslanir, önnur er við [[Laugavegur|Laugaveg]] í [[Reykjavík]] og hin er í [[Smáralind]].
 
Macland er líka búð með Apple vörur og rekur tvær verslanir, önnur er við Laugaveg í Reykjavík og hin er í Kringlunni.
 
{{Apple}}
 
{{S|1977}}
 
[[Flokkur:Apple| ]]