„Helga Sigurðardóttir“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
'''Helga Sigurðardóttir''' ([[17. ágúst]] [[1904]] – [[26. ágúst]] [[1962]]) var [[skólastjóri]] [[Húsmæðrakennaraskóli Íslands|Húsmæðrakennaraskóla Íslands]] og höfundur fjölda [[matreiðslubók]]a. Hún hafði mikil áhrif á mótun íslenskra [[matarhefð]]a um miðja 20. öld.
 
Helga fæddist á [[Akureyri]], dóttir Sigurðar Sigurðssonar, síðar búnaðarmálastjóra, og Þóru Sigurðardóttur. Föðursystir hennrhennar var [[Jóninna Sigurðardóttir]] matreiðslubókarhöfundur. Hún ólst upp á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum í Hjaltadal]], þar sem faðir hennar var skólastjóri [[Bændaskólinn á Hólum|Bændaskólans á Hólum]]. Árið [[1922]] fór hún til náms í [[húsmæðraskóli|húsmæðraskóla]] í [[Danmörk]]u og síðan í húsmæðrakennaraskóla Birgitte Berg-Nielsen og lauk þaðan húsmæðakennaraprófi [[1926]]. Helga fór þá heim og stundaði [[matreiðsla|matreiðslu]] og kennslu næstu árin, lengst af við [[Austurbæjarskóli|Austurbæjarskóla]].
 
Helga gaf út fyrstu matreiðslubók sína, ''Bökun í heimahúsum'', árið [[1930]] og næstu árin kom hver bókin af annarri, þar á meðal kennslubókin ''Lærið að matbúa''. Helga innleiddi fjölda nýjunga í íslenskri matargerð, fylgdist vel með því sem var að gerast í nágrannalöndunum og hvatti húsmæður óspart til að nota meira af grænmeti og ávöxtum og bæta matarvenjur og næringu.
1.518

breytingar