„Varaforseti Bandaríkjanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 15:
 
Þar sem bandaríski forsetinn er bæði [[þjóðhöfðingi]] og æðsti maður ríkisstjórnarinnar lenda oft viðhafnarverk tengd því fyrrnefnda á varaforsetanum. Hann mætir gjarnan í jarðarfarir annarra þjóðhöfðingja fyrir hönd forsetans, hittir háttsetta erlenda embættismenn, þjóðhöfðingja og fleira.
 
Átta varaforsetar Bandaríkjanna hafa tekið við embætti forseta eftir andlát sitjandi forseta: [[John Tyler]], [[Millard Fillmore]], [[Andrew Johnson]], [[Chester A. Arthur]], [[Theodore Roosevelt]], [[Calvin Coolidge]], [[Harry S. Truman]] og [[Lyndon B. Johnson]]. Einn varaforseti, [[Gerald Ford]], hefur tekið við embætti forseta eftir afsögn sitjandi forseta.
 
Á seinni tímum hefur í auknum mæli verið farið að líta á embættið sem stökkpall til framboðs í forsetaembættið. Í 17 [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum|forsetakosningum]] á milli [[1956]] og [[2020]], var í ellefu tilfellum annar frambjóðandinn sitjandi forseti, en í fjórum sitjandi varaforseti ([[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1960|1960]], [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1968|1968]], [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1988|1988]] og [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2000|2000]]). Fyrrverandi varaforsetar voru þrisvar á þessum tíma í framboði; [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1968|árið 1968]], þegar [[Richard Nixon]] keppti við sitjandi varaforseta, [[Hubert Humphrey]]; [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1984|árið 1984]] þegar [[Walter Mondale]] keppti við sitjandi forsetann [[Ronald Reagan]]; og loks [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020|árið 2020]] þegar [[Joe Biden]] bauð sig fram gegn [[Donald Trump]].