„Mannréttindabarátta blökkumanna í Bandaríkjunum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Comp.arch (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 8:
Blökkumenn hafa verið keyptir sem þrælar síðan löngu fyrir Krist og má segja að þeir hafi barist fyrir réttindum sínum síðan þá. Evrópubúar fluttu þrælana til Ameríku eftir að [[Kristófer Kólumbus]] fann hana árið 1492 því þeir voru betra vinnuafl en indjánarnir vegna þess að þeir voru sterkari og úthaldsmeiri.<ref>Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): bls. 44-45.</ref>
 
Árið [[1792]] voru Danir fyrstir til þess að banna þrælakaup og árið [[1807]] voru þrælakaup í [[Breska heimsveldið|Breskabreska heimsveldinu]] bönnuð. Með því sýndu þeir mikið fordæmi vegna þess að Bretar voru stærsta verslunar- og nýlenduveldi heims. Það var svo árið 1808 sem Bandaríkjamenn afnámu innflutning þræla til Ameríku þó því hafi ekki verið fylgt vel eftir til að byrja með en þeir voru enn löglegir til kaupa innanlands og var þeim fjölgað með því að afkomendur þræla voru einnig þrælar.<ref>Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): bls. 44-45.</ref>
 
Árið 1833 stofnuðu andstæðingar þrælahalds samtök, The American Anti-Slavery Society, þau samtök gáfu baráttunni byr undir báða vængi og sama ár samþykkti breska þingið afnámi þrælahalds í öllu breska heimsveldinu og það studdi vel undir baráttuhreyfinguna. Þeirra skoðun var sú að þrælahald stangaðist á við grundvallarréttindi einstaklings og virðingu hans. Þeir voru einnig á móti því að þeir nutu engrar lagaverndar í hjónabandi sem hafði þau áhrif að fjölskyldur sem hnepptar voru í þrældóm var stíað í sundur.<ref>Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): bls. 45.</ref>