„Geraldine Ferraro“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Bætir við 1 bók til að sannreyna (20210516)) #IABot (v2.0.8) (GreenC bot
Lína 22:
Árið 1978 var Ferraro kjörin á [[fulltrúadeild Bandaríkjaþings]]. Hún var endurkjörin með auknum atkvæðamun árin 1980 og 1982, í síðasta skiptið með 72,22 prósentum atkvæða. Ferraro þótti mikill skörungur á þingi og tók afstöðu með frjálslyndari armi [[Demókrataflokkurinn|Demókrataflokksins]]. Hún sat í fjármálanefnd fulltrúadeildarinnar<ref name=nt>{{Tímarit.is|3588768|Skörp og ákveðin baráttukona varaforsetaefni Bandaríkjanna|útgáfudagsetning=13. júlí 1984|blað=[[NT]]|blaðsíða=24}}</ref> og varð fyrst kvenna til að gegna stöðu ritstjóra þingflokksnefndar Demókrataflokksins.<ref name=mbl2008/>
 
Í janúar árið 1984 ferðaðist Ferraro til [[Níkaragva]] og [[El Salvador]] á vegum Bandaríkjaþings og fundaði með [[Kontraskæruliðar|kontraskæruliðum]]. Eftir heimkomuna gagnrýndi hún stjórn [[Ronald Reagan|Ronalds Reagan]] Bandaríkjaforseta fyrir utanríkisstefnu hans í þessum ríkjum og sagði stuðning hans við andkommúnískar skæruliðahreyfingar ekki stuðla að bandarískum öryggishagsmunum.<ref name=mbl2008/><ref>{{cite book |first1=Marie C. |last1=Wilson |author2=Ferraro, Geraldine |author3=Francke, Linda Bird | title = Ferraro: My Story |url=https://archive.org/details/ferraromystory0000ferr | publisher = [[Northwestern University Press]] | location = Evanston, Ill | year = 2004 | isbn = 0-8101-2211-1 | pp = 122–124[https://archive.org/details/ferraromystory0000ferr/page/122 122]–124}}</ref>
 
Ferð Ferraro til Rómönsku Ameríku átti þátt í að vekja á henni þjóðarathygli sem leiddi til þess að [[Walter Mondale]], forsetaefni Demókrataflokksins í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1984|kosningunum 1984]], ákvað að velja hana sem varaforsetaefni sitt í kosningunum. Þetta var í fyrsta sinn sem kona birtist á kjörseðli annars stóru stjórnmálaflokkanna í forsetakosningum Bandaríkjanna. Eftir að Ferraro samþykkti að bjóða sig fram með Mondale lýsti hún því yfir útnefning hennar merkti „að konur [yrðu] aldrei framar annars flokks borgarar“.<ref name=ruv2011>{{Vefheimild|titill=Geraldine Ferraro látin|url=https://www.ruv.is/frett/geraldine-ferraro-latin|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2011|mánuður=26. mars|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=13. maí}}</ref>