„Mið-Austurlönd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bjarga 2 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Audurp (spjall | framlög)
Nýtt innlegg um kalt stríð í Mið-Austurlöndum
Lína 15:
 
Áður fyrr var miðja landsvæðisins sem um ræðir nefnt [[Austurlönd nær]] en það nafn var gefið af vestrænum landfræðingum sem skiptu Austurlöndum, ([[:en:Orient|Óríent)]], niður í þrjú landsvæði.<ref name=":0" /> Fræðimaðurinn [[Edward Said]] kom fram með hugtakið [[óríentalismi]] í samnefndri bók sinni er kom út árið 1978 ,en í henni gagnrýnir hann meðal annars slíkar hugmyndir um "óríentinn" og lýsir því hvernig þær viðhalda ákveðnum ójöfnum valdatengslum.<ref>Said, E. W. (1978). ''Orientalism''. New York: Pantheon Books.</ref>
 
== Kalt stríð í Mið-Austurlöndum ==
Þegar litið er yfir samskipti ríkjanna í Mið-Austurlöndum í lok 20. aldar og það sem af er þeirri 21. virðast [[Sádi-Arabía]] og [[Íran]] alltaf tengjast deilum innan og milli ríkja svæðisins. Þetta má  til dæmis sjá í fyrstu fjórum [[Persaflóastríðin|Persaflóastríðunum]] í Írak og borgarastríðunum í [[Sýrland|Sýrlandi]] og [[Jemen]] nú á 21. öldinni.
 
Kalda stríðið milli Sádi-Arabíu og Íran er óeiginlegt stríð sem snýst um hugmyndafræði líkt og [[Kalda stríðið#Kalda str%C3%AD%C3%B0 20. aldar|kalda stríð 20. aldar]] en á miklu afmarkaðra svæði. Til að skilja stöðu mála þarf að líta til baka og skoða rætur hvors ríkis um sig og reyna að átta sig á við hvaða sögu íbúar svæðisins eru að bregðast.
 
=== Forsagan ===
Við fall [[:en:Ottoman_Empire|Ottómanaveldisins]] í kjölfar [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrkjaldarinnar]] urðu átök milli voldugra ætta á svæðinu. Sád-ættin náði völdum á meirihluta [[Arabíuskaginn|Arabíuskaga]] og fékk ríki þeirra viðurkenningu sem konungsríkið Sádi-Arabía árið 1932. Sex árum seinna fundust gríðarlega olíuauðlindir á svæðinu og varð Sád-fjölskyldan vellauðug í einni svipan. Fjármagnið var m.a. notað til að byggja vegi og borgir þvert yfir eyðimerkurlandslagið, styrkja innviði og velferðarkerfi landsmanna og þessi auður varð líka til þess að tengsl við Bandaríkin styrkust mikið, m.a. vegna olíuhagsmuna Bandaríkjanna á svæðinu.
 
Íran átti líka miklar olíulindir en átti mun erfiðara uppdráttar því stöðug erlend afskipti ollu endurtekinni upplausn í ríkinu. Frá 18. öld hafði verið ráðist inn í Íran af bæði Rússum Bretum. Eftir persnesku stjórnarskrárbyltinguna 1906 var fyrsta þing Írans stofnað og þingbundin konungsstjórn tók við. Eftir að [[Múhameð Mossadek|Mossadek]] forsætisráðherra var rekinn frá völdum 1953 með íhlutan Bandaríkjamanna var [[Múhameð Resa Pahlavi|Pahlavi]] studdur til embættis sem leiddi herskáa afhelgunarstefnu landsins í átt að Vestrænum háttum. Á árunum 1953–1979 naut Pahlavi stuðnings Vesturlandabúa og um hann var fjallað á jávæðan hátt í vestrænum fjölmiðlum. Heima fyrir ríkti ekki pólitísk frelsi heldur einkenndust þessi ár af kúgun, ofsóknum og misbeigingu valds af hálfu keisarans, fylgismanna hans og harkalegri leyniþjónustu.  
 
Á árunum kringum 1970 byggðu Sádi-Arabía og Íran efnahagslíf sitt á olíuauðlindunum. En staðan innanlands var ólík. Pahlavi í Íran hafði ekki sama vald og stjórn á sínum fólki eins og raunin virist vera í Sádi-Arabíu. Í kjölfar olíukreppunnar 1973 jukust tekjur í ríkissjóð Írans fjórfalt. En ágóðinn skilaði sér ekki til almennings sem fylgdist með efnahagssveiflunni lenda í vasa elítu keisarans. Fólkið var andsnúið umbreytingunum og á endanum braust út [[Íranska byltingin|bylting í Íran árið 1979]].
 
Í Íran urðu hugmyndir sjíta-klerka ofan á sem réttlættu valdatökuna út frá þekkingu sinni og í krafti embætta sinna og mjög umdeildri túlkun á hlutverki trúarinnar í stjórnmálum. Í hönd fór einskonar trúarvæðing í Mið-Austurlöndum. Þessi þróun vakti mikil viðbrögð erlendis og sérstaklega í Sádi-Arabíu. Þar óttuðust valdhafar að þeirra landsmenn myndu rísa upp gegn sér. Í þessu fólst líka trúartengd ógn. Fram að þessu hafði Sádi-Arabía að mestu verið talið forysturíki hins múslimska heims því tvær helgustu borgir íslam eru í Sádi-Arabíu, þ.e. [[:en:Medina|Medina]] og [[:en:Mecca|Mekka]] á Arabíuskga. Einnig þarf að hafa í huga að múslimar í Sádi-Arabíu eru að mestu sunni-múslimar, en sjítar eru ríkjandi í Íran. Spennan milli þessara ríkja varð svo í raun ekki áþreifanleg fyrr en Íranar fóru að reyna að hafa áhrif út fyrir eigin landsteina með því að styðja hópa sjíta í nálægum ríkjum eins og Írak, Afganistan og Sádi-Arabíu, að því er virtist til að grafa undan völdum þeirra. Þetta varð til þess að Sádar stórefldu ítök sín í samfélaginu og styrktu tengsl sín við Bandaríkin og spennan á svæðinu magnaðist.
 
== Landafræði ==