Munur á milli breytinga „Jamaíka“

5.434 bætum bætt við ,  fyrir 1 mánuði
m
+landfræði
m
m (+landfræði)
 
Jamaíka er miðtekjuland<ref name="Jamaica country">{{cite web |url=https://www.worldbank.org/en/country/jamaica/overview |title=Jamaica (country) |publisher=World Bank |access-date=21. febrúar 2019 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190222041845/https://www.worldbank.org/en/country/jamaica/overview |archive-date=22. febrúar 2019 |url-status=live }}</ref> með efnahagslíf sem reiðir sig mikið á ferðaþjónustu.<ref>{{cite web |url=https://jis.gov.jm/record-4-3-million-tourist-arrivals-2017/ |title=Record 4.3 Million Tourist Arrivals in 2017 |publisher=[[Jamaica Information Service]] (Government of Jamaica) |access-date=21. febrúar 2019 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190221112339/https://jis.gov.jm/record-4-3-million-tourist-arrivals-2017/ |archive-date=21. febrúar 2019 |url-status=live }}</ref> Jamaíka er hluti af [[Breska samveldið|Breska samveldinu]] og [[Elísabet 2.]] er þjóðhöfðingi landsins. Fulltrúi hennar er [[landstjóri Jamaíku]]. Þing Jamaíku kemur saman í tveimur deildum, með skipaða öldungadeild og kjörna fullrúadeild.
 
==Landfræði==
Jamaíka er þriðja stærsta eyjan í [[Karíbahaf]]i.<ref name="jamaica background">{{cite web|title=County Background – Jamaica|url=http://www.bvsde.paho.org/bvsana/e/fulltext/perfiles/jamaica.pdf|publisher=Pan American Health Organization|access-date=11. október 2010|archive-url=https://web.archive.org/web/20161130153040/http://www.bvsde.paho.org/bvsana/e/fulltext/perfiles/jamaica.pdf|archive-date=30. nóvember 2016|url-status=dead}}</ref> Hún liggur milli 17. og 19. gráðu norður og 76. og 78 gráðu vestur. Eyjan er fjalllend í miðjunni: [[Don Figuerero-fjöll]], [[Santa Cruz-fjöll]] og [[May Day-fjöll]] í vestri; [[Dry Harbour-fjöll]] í miðið og [[John Crow-fjöll]] og [[Bláfjöll (Jamaíku)|Bláfjöll]] í austri. Hæsta fjall Jamaíku er [[Bláfjallstindur]] sem nær 2.256 metra hæð. Umhverfis fjöllin er mjó strandlengja. Á Jamaíku eru tvær borgir: [[Kingston]] er höfuðborg og viðskiptamiðstöð eyjarinnar, á suðurströndinni; og [[Montego Bay]], sem er fræg fyrir ferðaþjónustu, á norðurströndinni. [[Kingstonhöfn]] er fjórða stærsta náttúruhöfn heims,<ref name="portauthority">{{cite web|title=Port Authority History|url=http://www.portjam.com/nmCMS.php?p=history|publisher=Port Authority of Jamaica|access-date=11. október 2010|archive-url=https://web.archive.org/web/20110509235846/http://www.portjam.com/nmCMS.php?p=history|archive-date=9. maí 2011|url-status=dead}}</ref> og gerði að verkum að Kingston var valin sem höfuðstaður eyjarinnar árið 1872. Aðrir stórir bæir eru [[Portmore]], [[Spanish Town]], [[Savanna la Mar]], [[Mandeville]] og sumardvalarbæirnir [[Ocho Ríos]], [[Port Antonio]] og [[Negril]].<ref name="majortownsandcities">{{cite web|title=Jamaican Cities|url=http://www.my-island-jamaica.com/jamaican_cities.html|publisher=My Island Jamaica|access-date=11. október 2010|archive-url=https://web.archive.org/web/20100917103147/http://www.my-island-jamaica.com/jamaican_cities.html|archive-date=17. september 2010|url-status=dead}}</ref>
 
Þekktir ferðamannastaðir á eyjunni eru meðal annars fossarnir [[Dunn's River Falls]], [[YS Falls]], [[Bláa lónið (Jamaíku)|Bláa lónið]] í Portland. sem er talið vera askja kulnaðs eldfjalls, og rústir [[Port Royal]] sem eyðilagðist í [[jarðskjálftinn á Jamaíku 1692|jarðskjálfta 1692]]. Sá jarðskjálfti átti þátt í að mynda [[eiði]]ð [[Palisadoes]] sem ver Kingstonhöfn.<ref name="kingston">{{cite web|title=Kingston tourist destinations|url=http://www.planetware.com/tourist-attractions-/kingston-jam-jam-jk.htm|publisher=Planet Aware|access-date=11. október 2010|archive-url=https://web.archive.org/web/20100716174927/http://www.planetware.com/tourist-attractions-/kingston-jam-jam-jk.htm|archive-date=16. júlí 2010|url-status=dead}}</ref><ref name="jamtourist">{{cite web|title=Jamaican tourist attractions|url=http://www.planetware.com/tourist-attractions-/jamaica-jam-jam-jam.htm|publisher=Planet Aware|access-date=11. október 2010|archive-url=https://web.archive.org/web/20100209073214/http://www.planetware.com/tourist-attractions-/jamaica-jam-jam-jam.htm|archive-date=9. febrúar 2010|url-status=dead}}</ref><ref name="portantonio">{{cite web|title=Port Antonio tourist attractions|url=http://www.planetware.com/tourist-attractions-/port-antonio-jam-jam-jpa.htm|publisher=Planet Aware|access-date=11. október 2010|archive-url=https://web.archive.org/web/20110203044010/http://www.planetware.com/tourist-attractions-/port-antonio-jam-jam-jpa.htm|archive-date=3. febrúar 2011|url-status=dead}}</ref><ref name="ochorios">{{cite web|title=Ocho Rios tourist attractions|url=http://www.planetware.com/tourist-attractions-/ocho-rios-jam-jam-joch.htm|publisher=Planet Aware|access-date=11. október 2010|archive-url=https://web.archive.org/web/20100221225525/http://www.planetware.com/tourist-attractions-/ocho-rios-jam-jam-joch.htm|archive-date=21. febrúar 2010|url-status=dead}}</ref>
 
Á eyjunni er að finna fjölbreytt vistkerfi í sjó, ferskvatni og á landi. Þar eru þurrir og votir kalksteinsskógar, regnskógar, árskógar, hellar, ár, sjávargrös og kóralrif. Sum af þessum svæðum eru náttúruverndarsvæði. Meðal þeirra helstu eru [[Cockpit Country]], [[Hellshire Hills]] og [[Litchfield]]-skógarnir. Árið 1992 stofnaði Jamaíka fyrsta [[þjóðgarður í sjó|þjóðgarðinn í sjó]], á 15 ferkílómetra svæði í [[Montegoflói|Montegoflóa]]. [[Verndarsvæðið í Portlandbugt]] var stofnað árið 1999.<ref>{{cite web |url=http://www.unesco.org/csi/act/jamaica/jamai2.htm |title=CSI Activities (Portland Bight, Jamaica) |publisher=Unesco.org |access-date=20. október 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130309111105/http://www.unesco.org/csi/act/jamaica/jamai2.htm |archive-date=9. mars 2013 |url-status=live }}</ref> Næsta ár var [[Blue and John Crow Mountains-þjóðgarðurinn]] stofnaður á um 300 ferkílómetra svæði þar sem finna má þúsundir tegunda trjáa og burkna og sjaldgæfra dýra.
 
Undan strönd Jamaíku eru nokkrar smáeyjar, þær helstu í [[Portlandbugt]], eins og [[Dove Island]], [[Salt Island]], [[Dolphin Island]], [[Long Island (Jamaíku)|Long Island]], [[Great Goat Island]] og [[Little Goat Island]]. [[Lime Cay]] liggur lengra í austur. Smáeyjarnar [[Morant Cays]] og [[Pedro Cays]] liggja í um 50-80 km fjarlægð frá strönd Jamaíku.
 
==Stjórnmál==
44.689

breytingar