Munur á milli breytinga „Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar“

m
ekkert breytingarágrip
m
 
'''Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar''' er [[alþjóðasamningur]] sem lagður var fram á [[Umhverfisráðstefnan í Ríó|Umhverfisráðstefnunni í Ríó]] árið 1992 og gekk í gildi tveimur árum síðar. Tilgangur hans er að stöðva aukningu á losun [[gróðurhúsalofttegund]]a af mannavöldum. Í samningnum er aðildarríkjunum 195 skipt niður í 41 [[iðnvædd ríki|iðnvædd]] og [[nýiðnvædd ríki]], 24 [[OECD]]-ríki, [[þróunarríki]] og 49 [[minnst þróuð ríki]]. Kröfur samningsins eru ólíkar eftir því hver staða hvers ríkis er. Samningurinn kveður ekki á um nein mörk fyrir losun gróðurhúsalofttegunda og ekkert eftirlit með því hvernig ríki framfylgja honum. Hann er fyrst og fremst rammasamningur sem hægt er að byggja aðra alþjóðasamninga („bókanir“) á.
 
Aðilar samningsins hafa hist árlega frá 1995 til að meta árangur baráttunnar gegn [[loftslagsbreytingar|loftslagsbreytingum]]. Þessi fundur heitir [[Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna]]. Árið 1997 var [[Kýótóbókunin]] gerð en hún skuldbindur þróuð ríki til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Frá árinuÁrið [[2020]] er gert ráð fyrir aðtóku markmið [[Parísarsamkomulagið|Parísarsamkomulagsins]] taki við af Kýótóbókuninni.
 
==Tenglar==
44.650

breytingar