„Tónbil“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
 
Lína 6:
Til að þekkja stærð tónbilsins geturðu einfaldlega talið bókstafina (með tilliti til að H sé milli A og C í stað bés og að eftir G komi A aftur). Bilið milli A og C er til að mynda þríund því AHC eru þrír bókstafir, að sama skapi er bilið milli F og A þríund því FGA eru þrír bókstafir en samt er ein fleiri nóta milli F og A heldur en A og C. Það gerir að verkum að A-C er [[lítil þríund]] og F-A er [[stór þríund]]. Einnig ef við værum með lækkaða nótu í A-C sumsé A-Ces þá væri ennþá um að ræða þríund en hún væri minni en litla þríundin og því [[minnkuð þríund]] að sama skapi ef A væri hækkaði í F-A sumsé F-Aís þá væri um að ræða [[stækkaða þríund]].
 
==BrauðsneiðHrein tónbil==
Hrein tónbil eru af þeirri stærð að þau ná alltaf jafn mörgum nótum á milli sín sama hvar þau eru spiluð. Því eru þau aldrei stór né lítil og þar af leiðandi hrein. Hrein tónbil geta þó verið stækkuð og minnkuð.
 
===Stækkaða ferundin/minnkaða fimmundin===
Vegna eðli hreinna fimmunda og hreinna ferunda myndast gat á milli þeirra, þar sem ekkert „náttúrulegt“ (stórt, lítið, hreint) tónbil er. Þetta gerir það að verkum að eina leiðin til að spila 6 [[hálftónsbil]] (eða hálfa [[áttund]]) er með stækkaðri ferund eða minnkaðri fimmund. Þess má geta að sökum þess hversu erfitt þykir að syngja þetta tónbil var það ekki notað fyrr á öldum. Það þótti og hljóma illa, enda mjög ómstrítt, og var kallað kallað ''diabolus in musica'' eða tónskratti.
 
==Samhljóma tónbil==