„Jamaíka“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 46:
Íbúar Jamaíku eru tæplega þrjár milljónir og landið er því þriðja fjölmennasta enskumælandi landið í [[Ameríka|Ameríku]], á eftir [[BNA|Bandaríkjunum]] og [[Kanada]]. Jamaíka er fjórða fjölmennasta Karíbahafslandið. Höfuðborg ríkisins er [[Kingston (Jamaíka)|Kingston]] með tæplega milljón íbúa. Flestir íbúar Jamaíku eru afkomendur Afríkubúa, en þar búa líka stórir hópar af evrópskum, austur-asískum, indverskum og líbönskum uppruna. Vegna mikils brottflutnings búa stórir hópar fólks sem er upprunnið á Jamaíku í löndum eins og Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og öðrum Mið-Ameríkuríkjum. Langflestir íbúar Jamaíku eru [[kristni]]r og margir tilheyra [[nýtrúarhreyfing]]um. [[Rastafaratrú]] er upprunnin á Jamaíku. Menning Jamaíku hefur haft mikil áhrif um allan heim í gegnum tónlistarstefnur sem þar eru upprunnar, eins og [[ska]], [[reggí]], [[döbb]] og [[dancehall]]. Þaðan hefur líka komið heimsþekkt íþróttafólk í greinum eins og [[krikket]], [[spretthlaup]]i og [[frjálsar íþróttir|frjálsum íþróttum]].
 
Jamaíka er miðtekjuland<ref name="Jamaica country">{{cite web |url=https://www.worldbank.org/en/country/jamaica/overview |title=Jamaica (country) |publisher=World Bank |access-date=21. febrúar 2019 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190222041845/https://www.worldbank.org/en/country/jamaica/overview |archive-date=22. febrúar 2019 |url-status=live }}</ref> með efnahagslíf sem reiðir sig mikið á ferðaþjónustu.<ref>{{cite web |url=https://jis.gov.jm/record-4-3-million-tourist-arrivals-2017/ |title=Record 4.3 Million Tourist Arrivals in 2017 |publisher=[[Jamaica Information Service]] (Government of Jamaica) |access-date=21. febrúar 2019 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190221112339/https://jis.gov.jm/record-4-3-million-tourist-arrivals-2017/ |archive-date=21. febrúar 2019 |url-status=live }}</ref> Jamaíka er hluti af [[Breska samveldið|Breska samveldinu]] og [[Elísabet 2.]] er þjóðhöfðingi landsins. Fulltrúi hennar er [[landstjóri Jamaíku]]. Þing Jamaíku kemur saman í tveimur deildum, með skipaða öldungadeild og kjörna fullrúadeild.
 
==Sóknir==