Munur á milli breytinga „Saga Ítalíu“

4 bætum bætt við ,  fyrir 1 mánuði
m
 
=== Langbarðar ===
 
[[Langbarðar]] voru germanskur þjóðflokkur sem á [[541-550|5. áratug]] [[6. öldin|6. aldar]] fluttist yfir [[Dóná]] og settist að í [[Pannónía|Pannóníu]] með stuðningi Jústíníanusar sem fékk þá til að berjast gegn [[Gepíðar|Gepíðum]]. [[560]] tók [[AlboinÁlfvini]] við konungdómi. Hann vann sigur á Gepíðum og giftist árið [[566]] [[Rósamunda|Rósamundu]] dóttur konungs þeirra. Vorið [[568]] leiddi AlboinÁlfvini Langbarða ásamt mörgum öðrum germönskum þjóðflokkum ([[Bæverjar|Bæverjum]], Gepíðum og [[Saxar|Söxum]]) og [[Búlgarir|Búlgörum]], alls hálfa milljón manna, yfir [[Júlísku Alparnir|Júlísku Alpana]] og gerði innrás í Norður-Ítalíu. Veldi Austrómverska ríkisins sem var enn að jafna sig eftir Gotastríðið hrundi á fáum árum. [[572]] féll [[Pavía]] í hendur Langbarða og varð höfuðborg ríkis þeirra á Ítalíu. Þeir lögðu líka undir sig Toskana og stór héruð á Mið-Ítalíu þar sem þeir stofnuðu hertogadæmin [[Hertoginn af Spóletó|Spóletó]] og [[Hertoginn af Beneventó|Beneventó]]. Býsans hélt yfirráðum sínum yfir borgunum Ravenna og Róm og nágrenni þeirra.<ref>Frumheimild um sögu Langbarða er {{vefheimild|höfundur=Paulus Diaconus|titill=Historia Langobardorum|ritverk=Wikiheimild (la)|url=http://la.wikisource.org/wiki/Historia_Langobardorum|mánuðurskoðað=2. apríl|árskoðað=2008}}</ref>
 
Langbarðar voru flestir [[germönsk heiðni|heiðnir]] þegar þeir réðust inn á Ítalíuskagann, en sumir þeirra voru [[arísk kristni|arískt kristnir]] og samband þeirra við [[kaþólska|kaþólsku kirkjuna]] var stirt. Þeir tóku brátt upp rómverska titla, nöfn og siði og snerust að hluta til kaþólskrar trúar á [[7. öldin|7. öld]] þótt það gengi ekki átakalaust. Í leiðinni gat [[Páfaríkið]] tryggt sér yfirráð yfir fyrrum yfirráðasvæðum Austrómverska ríkisins, [[Sexveldið|Sexveldinu]] og [[Fimmborgaríkið|Fimmborgaríkinu]], sem samsvara í dag héruðunum [[Marke]] og austurhluta [[Emilía (hérað)|Emilíu]].
44.627

breytingar