„Jólaeyja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 50:
 
Jólaeyja liggur 2600 km norðvestur af [[Perth]] í Vestur-Ástralíu, 350 km sunnan við Indónesíu, 975 km ANA af [[Kókoseyjar|Kókoseyjum]], 2748 km vestan við [[Darwin (Ástralíu)|Darwin]], og 1327 km suðaustan við [[Singapúr]]. Næsti punktur við meginland Ástralíu er 1550 km frá bænum [[Exmouth (Ástralíu)|Exmouth]] í Vestur-Ástraíu.<ref>{{cite web |url=http://www.ga.gov.au/scientific-topics/national-location-information/dimensions/remote-offshore-territories |title=Remote Offshore Territories |publisher=Geoscience Australia |access-date=20. janúar 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180120070626/http://www.ga.gov.au/scientific-topics/national-location-information/dimensions/remote-offshore-territories |archive-date=20. janúar 2018 |url-status=live}}</ref>
 
==Efnahagslíf==
Helsta undirstaða efnahagslífs á eyjunni voru [[fosfat]]námur. Árið 1987 lokaði ríkisstjórn Ástralíu námunni, en 1991 var hún opnuð á ný af Phosphate Resources Limited, fyrirtæki í eigu margra fyrrum starfsmanna námunnar. Náman leggur nú til tæplega helming af vergri landsframleiðslu eyjarinnar að sögn fyrirtækisins.<ref>{{vefheimild|url=https://cirp.com.au/about-us/social-economic-impact/|titill=Social & Economic Impact|útgefandi=Phosphate Resources Limited}}</ref>
 
Árið 1993 var ferðamannaþorpið [[Christmas Island Resort|Christmas Island Casino & Resort]] opnað með styrk frá áströlskum stjórnvöldum, en því var lokað 1998. Árið 2011 var það opnað á ný, en án spilavítisins.
 
Árið 2001 hafði ástralska ríkisstjórnin uppi áætlanir um að opna [[geimferðamiðstöð]] á eyjunni, en ekkert varð úr því. Árið 2001 voru reistar þar [[fangabúðir fyrir hælisleitendur]]. Búðunum var lokað 2018, en áætlanir voru um að enduropna þær 2019. Árið 2020 var búðunum breytt í sóttvarnarbúðir fyrir ástralska ríkisborgara á leið til landsins frá [[Kína]] vegna [[Kórónaveirufaraldurinn 2019-2021|Kórónaveirufaraldursins]].<ref>{{cite web|work=ABC News|url=https://www.abc.net.au/news/2020-02-04/wuhan-evacuees-frustrated-after-first-night-on-christmas-island/11927300|title=Coronavirus evacuees battle cockroaches, bad internet on first night on Christmas Island|first1=Bang|last1=Xiao|first2=Michael|last2=Walsh|date=5. febrúar 2020|access-date=8. febrúar 2020}}</ref>
 
==Tilvísanir==