„Jólaeyja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 41:
Jólaeyja er önnur af tveimur [[Fylki og hjálendur Ástralíu|fylkjum og hjálendum Ástralíu]] ([[Kókoseyjar]] eru hin) þar sem Ástralar af evrópskum uppruna eru í minnihluta. Menning íbúa Jólaeyju minnir mest á menningu [[Singapúr]], enda var eyjan hluti af sömu bresku nýlendunni þar til stjórn hennar var færð til Ástralíu árið 1958. Nær allt opinbert húsnæði á eyjunni var byggt af [[Singapore Improvement Trust]].
 
==Landfræði==
[[Mynd:Christmas Island Map.png|250px|thumb|right|[[Kort]] af Jólaeyju]]
Jólaeyja er um 19 km að lengd og 14,5 km að breidd. Hún er alls 135 km² að flatarmáli með um 139 km strandlengju. Eyjan er flatur tindur neðansjávarfjalls sem er yfir 4500 metrar á hæð en nær aðeins rúmlega 300 metra yfir sjávarmál.<ref>{{cite web |title=Submission on Development Potential |id=No.&nbsp;37 |url=http://www.nalwt.gov.au/files/no-37-thomas.pdf |publisher=Northern Australia Land and Water Taskforce |date=16 August 2007 |access-date=26. apríl 2009 |url-status=dead |archive-url=https://web.archive.org/web/20090520042734/http://www.nalwt.gov.au/files/no-37-thomas.pdf |archive-date=20. maí 2009 |df=dmy-all }}</ref>
 
Fjallið er upprunalega [[eldfjall]] og hægt er að finna [[basalt]] á stöðum eins og [[The Dales]] og [[Dolly Beach]], en mest af yfirborðinu er [[kalksteinn]] vegna [[kórall|kórals]]. Í [[karst]]-landslaginu er að finna fjölda [[hellir|hella]].<ref name=IliffeADM2016>{{cite journal |author1=Iliffe, T. |author2=Humphreys, W. |title=Christmas Islands Hidden Secret |year=2016 |journal=Advanced Diver Magazine |url=http://www.advanceddivermagazine.com/articles/christmasisland.html |access-date=2016-01-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160110101547/http://www.advanceddivermagazine.com/articles/christmasisland.html |archive-date=10. janúar 2016 |url-status=live |df=dmy-all}}</ref> Fjallstindurinn er gerður úr kalksteinslögum sem hafa myndast frá [[Eósen]] eða [[Ólígósen]] til nútíma, með [[gosberg]] á milli í elstu lögunum.
 
Ströndin einkennist af bröttum klettum sem liggja umhverfis flatt hálendið. Hæsti punktur eyjarinnar er [[Murray Hill]] í 361 metra hæð yfir sjávarmáli. Eyjan er að mestu vaxin [[regnskógur|regnskógi]]. 63% af skóginum er [[þjóðgarður]]. Mjótt [[kóralrif]] liggur umhverfis eyjuna og skapar hættu fyrir skip.
 
Jólaeyja liggur 2600 km norðvestur af [[Perth]] í Vestur-Ástralíu, 350 km sunnan við Indónesíu, 975 km ANA af [[Kókoseyjar|Kókoseyjum]], 2748 km vestan við [[Darwin (Ástralíu)|Darwin]], og 1327 km suðaustan við [[Singapúr]]. Næsti punktur við meginland Ástralíu er 1550 km frá bænum [[Exmouth (Ástralíu)|Exmouth]] í Vestur-Ástraíu.<ref>{{cite web |url=http://www.ga.gov.au/scientific-topics/national-location-information/dimensions/remote-offshore-territories |title=Remote Offshore Territories |publisher=Geoscience Australia |access-date=20. janúar 2018 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180120070626/http://www.ga.gov.au/scientific-topics/national-location-information/dimensions/remote-offshore-territories |archive-date=20. janúar 2018 |url-status=live}}</ref>
 
==Tilvísanir==
{{reflist}}