„Sovétríkin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 49:
# '''Glasnost''' (opnun) sem snerist um að auka gagnsæi í hinu [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|sovéska]] kerfi gagnvart almenningi. Leynd hvíldi ekki lengur yfir stjórnarathöfnum og dregið var úr ritskoðun. Hætt var að bæla þjóðina niður og fékk fólk nú útrás fyrir uppsafnaða gremju.
# '''Perestroika''' (endurskipulagning) snerist um endurskoðun og endurskipulagning á hinu staðnaða [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|sovéska]] framleiðslukerfi og hinu pólitíska kerfi.
# '''Demokratizatsiya''' (lýðræðisvæðing) var kynnt árið 1987. Hún snerist um að opna fyrir fleiri en einn frambjóðanda innan hins kommúnistíska kerfis en ekki koma á [[Fjórflokkakerfið|fjölflokkakerfi]]. Þjóðin fékk í fyrsta sinn síðan 1917 að kjósa um opinbera fulltrúa þjóðarinnar.<ref>{{Bókaheimild|titill=Kommúnisminn – Sögulegt ágrip}}</ref><ref>{{Cite web|url=http://www.visindavefur.is/svar.php?id=22451|title=Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2021-04-27}}</ref>
 
[[Mynd:Gorbachev (cropped).png|alt=Mikhail Gorbachev|thumb|287x287dp|[[Mikhaíl Gorbatsjev]]]]
Lína 58:
Á svipuðum tíma hófust átök innan flokksins og ríkisstjórnarinnar. Annars vegar voru þar frjálslyndir kommúnistar sem vildu flýta fyrir endurbótunum og hins vegar gamlir íhaldssamir kommúnistar sem fannst endurbæturnar vera svik við kommúnismann. Óánægja meðal hersins, KGB og íhaldssamra kommúnista var orðin svo mikil að hún leiddi til valdaránstilrauna KGB undir stjórn [[Vladímír Krjútsjkov|Vladímírs Krjútsjkov]]. 18. ágúst, tveimur dögum áður en skrifa átti undir lög sem myndu minnka völd alríkisins og auka völd sovétlýðveldanna, var Gorbatsjev, sem staddur var á Krímskaga, tjáð að hann skyldi segja af sér, en þegar hann neitaði var hann tekinn til fanga og það gefið út að hann hefði sagt af sér vegna heilsubrests.
[[Mynd:VytautasLandsbergis2009121802.JPG|alt=Var fyrsti þjóðhöfðingi Litháens.|thumb|[[Vytautas Landsbergis]]]]
[[Eystrasaltslöndin]]: [[Eistland]], [[Lettland]] og [[Litháen]] voru undir stjórn SóvétríkjanaSóvétríkjanna og urðu sjálfstæð ríki á árunum 1988-1990 og síðan [[Úkraína]] árið 1991.<ref>{{Cite web|url=http://www.visindavefur.is/svar.php?id=22451|title=Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2021-04-27}}</ref>
 
Árið 1991 var skrifað undir frumvarp sem bannaði kommúnistaflokkinn m.a. vegna aðildar hans að valdaráninu. Í framhaldi af því skrifuðu öll fyrrum sovétlýðveldin undir samning um stofnun SSR, [[Samveldi sjálfstæðra ríkja]], en það var samningur um stjórnmálalega og efnahagslega samvinnu í kjölfar hrunsins, og 21. desember skrifuðu fulltrúar allra sovétlýðveldanna undir Alma-Ata yfirlýsinguna sem staðfesti niðurlagningu Sovétríkjanna. Fjórum dögum seinna sagði Gorbatsjev loks af sér sem forseti Sovétríkjanna og aðalritari flokksins og færði öll völd embættis síns í hendur [[Forseti Rússlands|rússneska forsetaembættinu]]. Daginn eftir viðurkenndi [[æðstaráð Sovétríkjanna]] hrunið formlega og sagði af sér.