„Lunga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Arngerður (spjall | framlög)
m samræmdi form texta í svigum
fni
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Lína 1:
{{Aðgreiningartengill1|[[LungA]], listahátíð ungs fólk á Austurlandi}}
[[Mynd:Respiratory system is.svg|thumbnail|Lungu mannsins]]
Hryggdýr sem anda að sér lofti nota lungu til loftskipta en hlutverk þeirra er að sjá til þess að súrefniafni (O<sub>2</sub>) komist inn í blóðrás og koldíoxíð (CO<sub>2</sub>) úr blóðrás.<ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/science/human-respiratory-system/The-lungs|titill=The lungs, gross anatomy|höfundur=Encyclopædia Britannica|útgefandi=|ár=2021|mánuðurskoðað=Apríl|árskoðað=2021}}</ref>  Lungu hryggdýra eru allt frá því að vera stakur poki (lungnafiskar og froskdýr) yfir í kerfi af flóknum margskiptum líffærum (fuglar og spendýr).<ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/science/respiratory-system/The-lung|titill=The lung|höfundur=Encyclopædia Britannica|útgefandi=|ár=2021|mánuðurskoðað=Apríl|árskoðað=2021}}</ref> Í spendýrum eru tvö lungu staðsett í brjóstholinu sitt hvoru megin miðmætis (mediastinum). Að neðan hvíla lungun við þindina en að ofan ná þau aðeins upp fyrir efsta rifbeinið.<ref name=":1">{{Bókaheimild|titill=Tortora G. J. og Derrickson, B. H. (2017). Principles of Human Anatomy and physiology. New York: Harper and Row.}}</ref> Í fullorðnum manni vega lungun til samans um 1. kg og er hægra lungað stærra en það vinstra sem helgast af staðsetningu hjartans sem deilir rýminu vinstra megin með vinstra lunganu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.sciencedirect.com/topics/biochemistry-genetics-and-molecular-biology/lung-weight|titill=Structure of the Respiratory System: Lower Respiratory Tract|höfundur=D´Angelis, C. A, Coalson, J. J. og Ryan, R. M.|útgefandi=Í Fuhrman, B. P. og Zimmerman, J. J., Pediatric critital care. (bls.490-498). Elsevier|ár=2011}}</ref>
 
Lungu eru, svampkennd líffæri, umlukin brjósthimnu (pleura visceralis) en önnur sambærileg himna þekur brjóstholið innanvert (pleura parietalis). Á milli himnanna er vökvafyllt rými, er kallast fleiðruhol . Samloðun er milli himnanna sem gerir það að verkum að lungun haldast útþanin, líka við útöndun. Raskist jafnvægið milli himnanna til dæmis ef loft kemst á milli þeirra getur lungað eða lungun fallið saman. Brjósthimna lungnanna tengist öndunarvöðvum í þind, brjóstholi og rifjum. Við innöndun dragast þessir vöðvar saman og lungun þenjast út þegar loft leitar inn í þau en við útöndun slaknar á þeim og loft flæðir út úr lungunum.<ref name=":0" />