Munur á milli breytinga „Kaffi Hljómalind“

ekkert breytingarágrip
(Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.7)
 
'''Kaffi Hljómalind''' var [[kaffihús]] sem fyrst var við [[Laugavegur 21|Laugaveg 21]] 21, á horni [[Klapparstígur|Klapparstígs]] í [[Reykjavík]], en flutti seinna upp á Laugaveg 23. Það var stofnað vorið [[2005]]. Það var [[Samvinnufélag|samvinnurekið]] á grundvelli hugmyndafræði sem heitir [[Framsækin nytjastefna]] (PROUT), en í því felst m.a. að starfsfólk og og eigendur eiga að vera nokkurn veginn sami hópurinn, og á því enginn að vera [[Arðrán|arðrændur]] og valdi innan fyrirtækisins á að vera dreift, auk þess sem 10% af tekjum af rekstrinum eiga að renna til góðra málefna. Kaffihúsið lagði sig fram um að það sem þar er á boðstólum uppfylli kröfur um [[Lífræn ræktun|lífræna ræktun]] og [[Sanngjarnir viðskiptahættir|sanngjarna viðskiptahætti]]. Þar var hvorki boðið upp á áfengi, fisk- eða dýraafurðir (að undanskilinni lífrænni [[mjólk]]), [[Laukur|lauk]], [[Hvítlaukur|hvítlauk]] né [[Matsveppur|sveppi]].
 
Fyrir utan vanalegan kaffihúsarekstur hýsti Hljómalind tónleika og aðra viðburði, auk þess að framleigja kjallarann til félagsmiðstöðvarinnar [[Snarrót (félag)|Snarrótar]] á meðan hún var á Laugavegi 21.
16.015

breytingar