„Fjórða krossferðin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Undid edits by 157.97.11.34 (talk) to last revision by Stonepstan: unexplained content removal
Merki: Afturkalla SWViewer [1.4]
Skipti út innihaldi með „ == Heimild == * {{wpheimild | tungumál = En | titill = Fourth Crusade | mánuðurskoðað = 21. mars | árskoðað = 2018}} Flokkur:Krossferðirnar Flokku...“
Merki: Skipt út Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Lína 1:
[[Mynd:Eugène Ferdinand Victor Delacroix 012.jpg|thumb|right|Krossfarar hertaka Konstantínópel á málverki eftir [[Eugène Delacroix]].]]
'''Fjórða krossferðin''' (1202–04) var vestur-evrópskur hernaðarleiðangur sem [[Innósentíus 3.]] páfi skipulagði til þess að heimta [[Jerúsalem]] úr höndum [[Íslam|múslima]] með innrás í gegnum [[Egyptaland]]. Þess í stað leiddu atburðir til þess að krossfararnir settust um borgina [[Konstantínópel]], höfuðborg hins kristna [[Austrómverska ríkið|Býsansríkis]].
 
Í janúar árið 1203 gerðu leiðtogar krossfaranna, á leið sinni til Jerúsalem, samkomulag við austrómverska prinsinn [[Alexios 4. Angelos|Alexios Angelos]] um að koma við í Konstantínópel og koma föður hans, [[Ísak 2. Angelos]] keisara, sem hafði verið steypt af stóli, aftur til valda. Ætlun krossfaranna var að halda síðan áfram til [[Landið helga|landsins helga]] með fjár- og herstuðningi Býsansmanna. Þann 23. júní 1203 kom meirihluti krossfaraflotans til Konstantínópel.
 
Í ágúst 1203 var Alexios Angelos svo krýndur meðkeisari austrómverska ríkisins með stuðningi krossfaranna, eftir nokkur átök fyrir utan borgina. Í janúar árið eftir var honum hins vegar steypt af stóli í uppreisn í Konstantínópel. Krossfararnir gátu því ekki innheimt launin sem Angelos hafði lofað þeim, og þegar hann var myrtur, þann 8. febrúar 1204, ákváðu krossfararnir, að undirlagi [[Lýðveldið Feneyjar|Feneyinga]] undir stjórn hins níræða [[Enrico Dandolo]] hertoga, að leggja borgina undir sig. Í apríl 1204 hertóku krossfararnir borgina og létu greipar sópa. Þeir settu síðan á fót nýtt [[Latneska keisaradæmið|latneskt keisaraveldi]] og skiptu öðrum hlutum Býsansríkisins á milli sín.
 
Býsansmenn héldu nokkrum hlutum veldis síns, þar á meðal Níkeu, Trebizond og Epírus. Þeim tókst að endingu að endurheimta Konstantínópel árið 1261. Fjórða krossferðin er talin einn helsti viðburðurinn í [[Kirkjusundrungin|kirkjusundrunginni]] milli [[Rétttrúnaðarkirkjan|rétttrúnaðarkirkjunnar]] og [[Rómversk-kaþólska kirkjan|rómversk-kaþólsku kirkjunnar]]. Hún flýtti einnig fyrir hrörnun austrómverska ríkisins og kristni í Miðausturlöndum.
 
== Heimild ==