„Katy Perry“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Claro32 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Claro32 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Persóna
| nafn = Katy Perry
| búseta =Kalifornía, Bandaríkin
| mynd = Katy_Perry_2019_by_Glenn_Francis.jpg
| myndastærð = 250px
| myndatexti =Katy Perry á iHeartRadio verðlaununum árið 2019
| fæðingarnafn = Katheryn Elizabeth Hudson
| fæðingardagur = {{Fæðingardagur og aldur|1984|10|25}}
Lína 14:
| starf = Tónlistarmaður, lagahöfundur
| titill =
| laun =125 milljón dollarar (2016)
| trú =Kristintrú
| maki =Orlando Bloom
| börn =Daisy Dove Bloom
| foreldrar =Keith Hudson
Mary Perry
| heimasíða =katyperry.com
| niðurmál =
| hæð =1,7
| þyngd =61
}}
'''Katheryn Elizabeth Hudson''' (fædd [[25. október]] [[1984]], betur þekkt undir listamannsnafninu '''Katy Perry'''), er [[BNA|bandarísk]] söngkona og lagahöfundur. Perry fæddist í [[Santa Barbara]] í [[Kalifornía|Kaliforníu]] og voru foreldrar hennar prestar. Hún ólst upp við að hlusta á [[gospeltónlist]] og söng í kirkju sem barn. Eftir að hafa klárað GED-próf fyrsta árið í menntaskóla (e. "highschool") byrjaði hún að vinna að tónlistarferlinum. Hún gaf út sjálftitlaða gospel-plötu árið 2001 undir nafninu Katy Hudson en platan náði engum vinsældum. Hún tók upp plötu og kláraði meirihlutann af sólóplötu á árunum 2004-2005 en hvorug platan kom út.
Lína 38 ⟶ 39:
Í apríl 2007 skrifaði Katy Perry undir samning við útgáfufélagið Capital Records. Í Nóvember 2007 gaf hún út lagið "Ur so Gay". Capitol Records fékk [[Dr. Luke]] og Katy Perry til að vinna saman og unnu þau að mörgum vinsælum lögum á borð við "I Kissed a Girl" og "Hot n Cold".
 
28. apríl 2008 gaf Katy Perry út sitt fyrsta lag við plötuna ''One of the Boys'' sem heitir "I Kissed a Girl". Lagið skaut henni upp á stjörnuhimininn sem poppstjarna en hlaut töluverða gagnrýni af trúfélögum vegna skilaboða í textanum. Laginu gekk hinsvegar vel á vinsældarlistum á náði fyrsta sæti á [[Billboard 100]].
 
17. júní 2008 gaf hún út sína aðra plötu, ''One of the Boys'', og náði hún níunda sæti á [[Billboard 200]] listanum en toppaði vinsældarlista í löndum eins og í Þýskalandi, Kanada, Hollandi og Austurríki. Platan var lengi í undirbúningi og var tekin upp frá árunum 2003 - 2008 en hún hefur verið seld í meira en 7 milljónum eintaka í dag. Í september gaf hún síðan út lagið "Hot n Cold" sem náði einnig miklum vinsældum og náði hæst 9 sæti á Billboard hot 100 listanum. Smáskífurnar "Thinking of You" og "Waking up in Vegas" fylgdu síðan í kjölfarið árið 2009.
 
== Teenage Dream (2010 - 2012) ==
Lína 47 ⟶ 48:
Í júlí gaf hún síðan út lagið "Teenage Dream" sem einnig náði fyrsta sætinu á vinsældarlistum. Platan ''Teenage Dream'' skaust beint í fyrsta sæti á Billboard 200 listanum en platan hefur verið seld í meira en 6 milljónum eintaka. Í október gaf Perry út lagið "Firework" sem, eins og hin tvö lögin, náði fyrsta sæti á vinsældarlistum. Þetta var þriðja samfellda lagið sem Katy Perry gaf út sem náði fyrsta sætinu.
 
16. febrúar 2011 kom lagið "E.T." með [[Kanye West]] út. Lagið eyddi næstu fimm vikum í fyrsta sæti vinsældarlistans. Í júní 2011 af hún síðan út lagið "Last Friday Night (T.G.I.F.)". Þetta var fimmta samfellda lagið hennar sem fór í fyrsta sæti á Billboard 100 listanum.
 
Katy Perry er eina konan sem hefur átt fimm lög af sömu plötunni sem hafa verið í fyrsta sæti á listanum. Aðeins [[Michael Jackson]] hefur gert það áður af plötunni hans "Bad". Sjötta smáskífan af plötunni fylgdi í október og náði hún þriðja sæti listans. Þar með hefur hún náð 6 lögum af sömu plötunni í topp 5, þarf af 5 í fyrsta sæti. Aðeins tveir aðrir listamenn hafa náð þessum árangri áður, þau [[Janet Jackson]] og [[George Michael|George Micheal]].
Lína 91 ⟶ 92:
== Smile (2019 - 2021) ==
 
Í janúar 2019 gaf Perry út lagið 365 í samstafi við [[Zedd]]. Mánuði seinna var hún partur af remixi við lagið "Con Calma" með [[Daddy Yankee]] og [[Snow.]]
 
Í lok mái 2019 gaf Katy Perry út lagið "Never Really Over" og var það vel tekið af gagnrýnendum. Lagið náði 15. sæti billboard listans og var það streymt yfir 15,8 milljón sinnum fyrstu vikuna. Bæði lögin "365" og "Never Really Over" voru á þessum tíma ekki partur af neinni skipulagðri plötu. Seinna meir varð "Never Really Over" hluti af ''Smile'' plötunni.
 
Í júní 2019 kom Katy Perry fram í tónlistarmyndbandi [[Taylor Swift]] við lagið "You Need to Calm Down". Voru þetta mikil tíðindi þar sem söngkonurnar tvær hafa átt í deilum undanfarin ár.
 
9. ágúst 2019 kom lagið "Small Talk" út en náði það ekki miklum vinsældum meðal almennings og náði það einungis 83. sæti á vinsældarlistanum í Bandaríkjunum. Í október gaf söngkonan síðan út lagið "Harley's in Hawaii" en lagið náði ekki að komast inn á Billboard Hot 100 listan en sat í 10. sæti á ''Bubbling Under Hot 100'' listanum.
 
== Smáskífur (e. Singles) ==