„Luis García Meza Tejada“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:LuisGarcíaMeza1980.png|thumb|right|Luis García Meza Tejada árið 1980.]]
'''Luis García Meza Tejada''' ([[8. ágúst]] [[1929]] – [[29. apríl]] [[2018]]) var fyrrverandi einræðisherra í [[Bólivía|Bólivíu]]. Hann var hermaður í [[Bólivíuher]] og varð herforingi í valdatíð [[Hugo Banzer]] (1971-1978). Hann var leiðtogi hægrisinnaðra foringja sem voru ósáttir með endurreisn lýðræðis í landinu í kjölfar falls Banzers. Þeir frömdu því blóðugt valdarán árið 1980 (stundum kallað [[Kókaínvaldaránið]]) og komu á ógnarstjórn þar sem pólitískir andstæðingar voru fangelsaðir og pyntaðir. Þeir tóku upp samstarf við nýfasistaflokka í Evrópu og réðu böðla frá öðrum ríkjum Rómönsku Ameríku. Ríkisstjórn García Meza fékkst einnig við [[eiturlyfjasmygl]]. Glæpir stjórnarinnar leiddu á endanum til þess að alþjóðasamfélagið krafðist afsagnar García Meza. Hann sagði af sér [[4. ágúst]] 1981. Tveir aðrir herforingjar tóku þá við um stutt skeið áður en [[Hernán Siles Zuazo]] tók við sem lýðræðislega kjörinn forseti 1982.