„Valkostur fyrir Þýskaland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 25:
 
==Söguágrip==
Valkostur fyrir Þýskaland var stofnaður í [[Berlín]] árið 2013 til þess að andmæla aðgerðum [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]] til að koma aðildarríkjum [[Evra|evrusamstarfsins]] til hjálpar á tíma [[Skuldakreppan í Evrópu|evrópsku skuldakreppunnar]]. Forveri flokksins voru samtökin ''Wahlalternative 2013'', sem litu Evrópusambandið gagnrýnu auga.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.welt.de/politik/deutschland/article114077990/Alternative-fuer-Deutschland-will-Euro-abschaffen.html|titill=Alternative für Deutschland will Euro abschaffen|mánuðurskoðað=15. apríl|árskoðað=2021|mánuður=3. mars|ár=2013|tungumál=þýska|útgefandi=''[[Die Zeit]]''}}</ref> Flokkurinn var formlega stofnaður þann 6. febrúar 2013 og hélt fyrsta landsþing sitt þann 14. apríl sama ár. Í upphafi voru margir fræðimenn og hagfræðingar meðal leiðtoga AfD, sem leiddi til þess að flokkurinn var stundum kallaður „prófessoraflokkurinn“.<ref>{{cite book|first=Eiríkur|last=Bergmann|title=Neo-nationalism: The Rise of Nativist Populism|year=2020|page=143|publisher=Palgrave Macmillan|location=Sviss|isbn=978-3-030-41772-7|doi=10.1007/978-3-030-41773-4}}</ref>
 
Flokkurinn hlaut 4,7 % atkvæða í kosningum á þýska sambandsþingið í september 2013. Hann náði því ekki yfir fimm prósenta þröskuldinn til að fá sæti á þinginu. Í [[Evrópuþingskosningar 2014|Evrópuþingskosningunum 2014]] vann AfD 7 % atkvæðanna og hlaut sjö af 96 sætum Þýskalands á [[Evrópuþingið|Evrópuþinginu]]. Fimm af þessum sjö Evrópuþingmönnum sögðu sig síðar úr AfD og gengu til liðs við klofningsflokkinn [[Liberal-konservative Reformer|ALFA]].