„Jimmy Carter“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 16:
| fæðingarstaður = [[Plains]], [[Georgía (fylki BNA)|Georgíu]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
| þjóderni = [[Bandaríkin|Bandarískur]]
| maki = [[Rosalynn Carter|Rosalynn Smith]] (g. 1946)
| stjórnmálaflokkur = [[Demókrataflokkurinn]]
| börn = 4
Lína 24:
|undirskrift = Jimmy Carter Signature-2.svg
}}
'''James Earl „Jimmy“ Carter, Jr.''' (fæddur [[1. október]] [[1924]]) er [[Bandaríkin|bandarískur]] stjórnmálamaður úr [[Demókrataflokkurinn|Demókrataflokknum]]. Hann var 39. [[forseti Bandaríkjanna]] (á árunum [[1977]]-[[1981]]) og vann [[friðarverðlaun Nóbels]] árið [[2002]].

Jimmy Carter tók við af [[Gerald Ford]] sem hafði áður verið varaforseti, en hann tók við embættinu af [[Richard Nixon]] sem sagði af sér vegna [[Watergate-málið|Watergatemálsins]]. Carter náði kjöri á forsetastól sem pólitískur utangarðsmaður sem var ósnertur af hneykslismálum sem höfðu sett bletti á síðustu ríkisstjórnir landsins. Þrátt fyrir að koma þannig í [[Hvíta húsið]] semmeð óskrifaðferskum blaðandvara glataði Carter smám saman vinsældum sínum vegna versnandi efnahagsástands í kjölfar [[Olíukreppan 1979|olíukreppunnar 1979]] og þjóðarauðmýkinga á borð við [[Stríð Sovétmanna í Afganistan|innrás Sovétmanna í Afganistan]] og [[Gíslatakan í Teheran|gíslatökuna í Teheran]]. Þessir erfiðleikar stuðluðu að því að Carter tapaði endurkjöri á móti [[Ronald Reagan]], frambjóðanda [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikana]], í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1980|forsetakosningunum 1980]].

Frá því að forsetatíð hans lauk hefur Carter unnið að margvíslegu friðar- og líknarstarfi sem varð til þess að hann vann [[friðarverðlaun Nóbels]] árið 2002. Forsetatíð Carters hefur almennt ekki fengið góð eftirmæli en hann hefur bætt ímynd sína verulega og öðlast aukna virðingu með störfum sínum að henni lokinni.
 
==Æviágrip==
Jimmy Carter er fæddur á bóndabæ í þorpinu [[Plains]] í suðvesturhluta [[Georgía (fylki)|Georgíu]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. Hann á rætur að rekja til [[Írland]]s, [[Skotland]]s og [[England]]s. Faðir hans var íhaldssamur bóndi sem var hlynntur kynþáttaaðskilnaði en móðir hans var [[hjúkrunarfræði]]ngur sem hafði unnið sem sjálfboðaliði með [[Friðarsveitirnar|Friðarsveitunum]] (e. ''Peace Corps'') á [[Indland]]i. Fjölskyldan rak [[Jarðhneta|jarðhnetubú]] og heildverslun með áburði og jarðhnetur.<ref name=hvaðajimmy>{{Tímarit.is|1475924|„Hvaða Jimmy?“ á sl. ári — Forseti Bandaríkjanna í ár?|útgáfudagsetning=16. júlí 1976|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=10-11}}</ref>
 
Jimmy var fyrstur úr fjölskyldu sinni til að ljúka menntaskólanámi og að því loknu innritaðist hann í háskóla [[Sjóher Bandaríkjanna|bandaríska flotans]]. Hann gegndi þjónustu með flotanum á [[Karíbahaf]]i í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni.<ref>{{Cite book|title=Bandaríkjaforsetar|author=Jón Þ. Þór|year=2016|publisher=Urður bókafélag|p=379|isbn=978-9935-9194-5-8|place=Hafnarfjörður}}</ref> Carter lauk foringjaprófi með gráðu í [[kjarnorkuverkfræði]] árið 1946 og varð foringi á bandarískum [[Kjarnorkukafbátur|kjarnorkukafbáti]] á árunum 1949 til 1953. Hann sneri heim til Georgíu eftir andlát föður síns árið 1953 til þess að taka við rekstri jarðhnetubúsins og tókst að efnast nokkuð á rekstri þess á næstu árum.<ref name=hvaðajimmy/>
 
Carter hóf afskipti af stjórnmálum níu árum eftir að hann sneri heim og var árið 1962 kjörinn á öldungadeild fylkisþings Georgíu fyrir [[Demókrataflokkurinn|Demókrataflokkinn]].<ref>{{Tímarit.is|1482352|James Earl Carter 39. forseti Bandaríkjanna|útgáfudagsetning=20. janúar 1977|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=10, 19}}</ref> Áður en kjörtímabili hans var lokið fór hann að undirbúa framboð til embættis [[Fylkisstjóri (Bandaríkin)|fylkisstjóra]] Georgíu en náði ekki kjöri í forkosningum Demókrata árið 1966. Carter bauð sig aftur fram árið 1970 og rak í þetta sinn öfluga kosningabaráttu sem endaði með því að hann var kjörinn fylkisstjóri Georgíu og tók við embætti í janúar 1971.<ref name=hvaðajimmy/>
 
Carter reyndist framsækinn fylkisstjóri sem talaði fyrir réttindum [[Svartir Bandaríkjamenn|bandarískra blökkumanna]]. Hann fjölgaði verulega þeldökkum starfsmönnum í stjórnsýslu Georgíu, jafnaði fjárframlög fylkisins til skóla fyrir svört og hvít börn og veitti blökkumönnum óheftan aðgang að listasafni fylkisins.<ref>{{Cite book|author=Jón Þ. Þór|year=2016|p=380}}</ref> Carter reyndi jafnframt að koma betra skipulagi á stjórnsýslukerfið með því að fækka deildum og opinberum embættum. Þegar Carter lét af embætti fylkisstjóra var um 116 milljón dollara tekjuafgangur í fylkissjóðnum.<ref name=hvaðajimmy/>
 
Á landsþingi Demókrata árið 1972 studdi Carter [[Henry Jackson]] sem forsetaframbjóðanda flokksins í næstu kosningum, en [[George McGovern]] varð að endingu fyrir valinu og bað hrapalegan ósigur fyrir [[Richard Nixon]] forseta í forsetakosningunum 1973. Haustið 1974, stuttu eftir að Nixon sagði af sér, fór Carter að undirbúa eigið forsetaframboð. Árið 1976 gaf hann út bókina ''Why Not the Best?'', sem varð helsta barátturit hans í kosningabaráttunni. Carter var á þessum tíma nánast óþekktur utan Georgíu en honum tókst að nýta sér þetta með því að stilla sjálfum sér upp sem pólitískum utangarðsmanni og leggja áherslu á að hann væri óháður valdaklíkum og spilltri flokkapólitík. Slagorð Carters í kosningabaráttunni var „Hvaða Jimmy?“ (e. ''Jimmy Who?'') og vísaði til þess að hann væri óskrifað blað í pólitík.<ref name=jþþ381>{{Cite book|author=Jón Þ. Þór|year=2016|p=381}}</ref>
 
Carter vann örugga sigra í forkosningum Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í [[New Hampshire]] og [[Iowa]] og var að endingu kjörinn forsetaframbjóðandi flokksins á landsþingi Demókrata í New York árið 1976. Varaforsetaefnið í framboði Carters var [[Walter Mondale]], öldungadeildarþingmaður frá [[Minnesota]].<ref name=jþþ381/> Í forsetakosningunum atti Carter kappi við sitjandi forsetann [[Gerald Ford]] úr [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikanaflokknum]], en hann hafði sest ókjörinn á forsetastól eftir afsögn Nixons. Í kosningabaráttunni lofaði Carter meðal annars stofnun sjúkrasamlaga sem skyldu fjármögnuð af heildarskatttekjum ríkisins og sérstökum tekjuskatti, einföldun á stjórnsýslu alríkisstjórnarinnar og aukinni áherslu á umhverfisvernd. Hann var aftur á móti andstæðingur frjálsra [[þungunarrof]]a og kvaðst ekki vilja veita fylkjum ríkisins ákvörðunarrétt í því málefni.<ref name=alþýðublaðið>{{Tímarit.is|3217105|Jimmy Carter — næsti forseti Bandaríkjanna|útgáfudagsetning=4. nóvember 1976|blað=[[Alþýðublaðið]]|blaðsíða=5}}</ref>
 
Í forsetakosningunum 1976 vann Carter nauman en öruggan sigur gegn Ford með um 50 prósentum atkvæða á landsvísu og 297 atkvæðum í [[Kjörmannaráð (Bandaríkin)|kjörmannaráðinu]]. Carter tók við af Ford sem forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar 1977.
 
==Tilvísanir==
<references/>
 
{{Töflubyrjun}}
Lína 41 ⟶ 63:
{{fe|1924|Carter, Jimmy}}
{{DEFAULTSORT:Carter, Jimmy}}
[[Flokkur:Bandarískir sjóliðar]]
[[Flokkur:Demókratar|Carter, Jimmy]]
[[Flokkur:Forsetar Bandaríkjanna|Carter, Jimmy]]