„Miguel Díaz-Canel“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 19:
'''Miguel Mario Díaz-Canel Bermúdez''' (f. 20. apríl 1960) er [[Kúba|kúbverskur]] stjórnmálamaður sem hefur verið [[forseti Kúbu]] frá 19. apríl 2018. Titill hans var forseti ríkisráðsins til 10. október 2019. Hann var varaforseti Kúbu frá 2013 til 2018, meðlimur í stjórnmálanefnd [[Kommúnistaflokkur Kúbu|kúbverska kommúnistaflokksins]] frá árinu 2003 og ráðherra æðri menntamála frá 2009 til 2012. Hann varð varaforseti ráðherraráðsins árið 2012 og fyrsti varaforseti ríkisráðsins þann 24. febrúar árið 2013.<ref>{{cite web|url=http://www.cubadebate.cu/noticias/2013/02/24/ratificado-raul-como-presidente-del-consejo-de-estado/|title=Ratificado Raúl como presidente del Consejo de Estado y del Consejo de Ministros (+ Fotos)|work=Cubadebate}}</ref>
 
Þann 19. apríl 2018 var Díaz-Canel valinn til að taka við af [[Raúl Castro]] sem forseti Kúbu. Hann var svarinn í embætti daginn eftir. Díaz-Canel er fyrsti forseti Kúbu frá árinu 1976 og fyrsti ríkisstjórnarleiðtoginn frá 1959 sem ekki er úr Castro-fjölskyldunni. Búist er við því að Díaz-Canel takitók jafnframt við af Castro sem aðalritari kommúnistaflokksins árið 2021.<ref>{{cite web|url=https://edition.cnn.com/2018/04/19/americas/cuba-new-president-named/index.html|title=Miguel Diaz-Canel named Cuba's new president|publisher=CNN|date=20 April 2018|quote=Still, Castro made clear Díaz-Canel will ultimately succeed him as head of the Communist Party when he steps down from that post in 2021.}}</ref><ref name=vísir/>
 
==Bakgrunnur==
Lína 38:
Í október árið 2019 varð Díaz-Canel formlega „forseti Lýðveldisins Kúbu“. Embættið var endurstofnað í febrúar eftir stjórnarskrárbreytingar sem voru staðfestar í þjóðaratkvæðagreiðslu.<ref>[https://www.havanatimes.org/?p=136317 Cuba’s Reformed Constitution, a Democratic and Participatory Process] [[Havana Times]], 23. júlí 2018</ref> Þjóðhöfðingjaembættið hafði áður heitið forseti ríkisráðsins. Embætti forseta ríkisráðsins varð valdaminna og [[Esteban Lazo Hernández]] tók við því sem forseti þingsins. Umbætur Díaz-Canel hafa meðal annars takmarkað setu í forsetaembættinu við tvö fimm ára kjörtímabil í röð og bannað mismunun á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, kyngervis og fötlunar.<ref>{{cite news|url=https://www.reuters.com/article/us-cuba-constitution-explainer/explainer-what-is-old-and-new-in-cubas-proposed-constitution-idUSKCN1QA273|title=Explainer: What is old and new in Cuba's proposed constitution|author=Marc Frank|work=Reuters|date=21 February 2019|accessdate=24 February 2019}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.upi.com/Cuba-expands-rights-but-rejects-radical-change-in-updated-constitution/1601551276671/|title=Cuba expands rights but rejects radical change in updated constitution|website=UPI|language=en|access-date=2019-03-02}}</ref><ref>{{Cite journal|last=Mega|first=Emiliano Rodríguez|date=2019-03-08|title=Cuba acknowledges climate change threats in its constitution|journal=Nature|volume=567|issue=7747|pages=155|language=EN|doi=10.1038/d41586-019-00760-3|pmid=30862928|doi-access=free}}</ref>
 
Díaz-Canel tók við af Raúl Castro sem aðalritari kúbverska kommúnistaflokksins þann 19. apríl 2021. Það embætti er talið enn valdameira en forsetaembættið og því lauk valdfærslu frá Castro til Díaz-Canel að fullu með embættistökunni.<ref name=vísir>{{Vefheimild|titill=Fyrsti leið­togi kúb­verska Kommún­ista­flokksins utan Ca­stro-ættarinnar|url=https://www.visir.is/g/20212098964d/fyrsti-leid-togi-kub-verska-kommun-ista-flokksins-utan-ca-stro-aettarinnar|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=19. apríl|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. apríl|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref>
 
==Tilvísanir==