„Opinn aðgangur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Lína 38:
 
=== 21. öldin ===
Fyrsta alþjóðlega yfirlýsingin sem vakti mikla athygli var [[Búdapest-yfirlýsingin]] sem var gefin út í febrúar 2002. Yfirlýsingin taldi rúmlega 1.100 orð og var undirrituð af 16 fræðimönnum víðsvegar að.<ref>[http://budapestopenaccessinitiative.org/ Budapest Open Access Initiative]<br>[http://www.earlham.edu/~peters/fos/boaifaq.htm Budapest Open Access Initiative, FAQ] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20060703153606/http://www.earlham.edu/~peters/fos/boaifaq.htm |date=2006-07-03 }}</ref> Þetta var gert fyrir tilstilli meðal annars milljarðamæringsins [[George Soros]] sem lagði til fjármagn í gegnum samtök sín [[Open Society Institute]]. Þar var í fyrsta sinn mælt með tveimur leiðum: gullnu og grænu leiðinni við birtingu í opnum aðgangi. Í kjölfarið fylgdi Berlínaryfirlýsingin í október 2003.<ref>[http://oa.mpg.de/lang/en-uk/berlin-prozess/berliner-erklarung/ Berlínaryfirlýsingin]</ref> Í henni var skilgreining á fræðiefni til opins aðgangs víkkuð út til þess að ná til rannsóknarniðurstaðna, [[gögn|gagna]] og [[lýsigögn|lýsigagna]], [[stafræn endurgerð|stafrænt endurgerðs]] efnis og [[margmiðlun]]arefnis.
 
Samtök tækniháskóla í [[Finnland]]i hafa mótað með sér stefnu um opinn aðgang að öllum lokaritgerðum nema og rannsóknum starfsmanna.<ref>{{Cite web |url=http://theseus.fi/web/guest/open-access-lausuma |title=Theseus.fi - Electronic Library of the Universities of Applied Sciences - Universities of Applied Sciences Open Access Statement |access-date=2011-03-11 |archive-date=2011-02-15 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110215123832/http://www.theseus.fi/web/guest/open-access-lausuma |dead-url=yes }}</ref> Árið 2010 opnaði [[framkvæmdastjórn Evrópusambandsins]] í samvinnu við fjölda evrópskra háskóla [[varðveislusafn]]ið OpenAIRE.<ref>[http://www.openaire.eu OpenAIRE - Open Access Infrastructure Research for Europe]</ref> Í júní 2012 kom út hin svonefnda Finch-skýrsla á vegum breskra yfirvalda um það hvernig mætti auka aðgengi að rannsóknarniðurstöðum. Í henni var komist að þeirri niðurstöðu að leggja ætti áherslu á opinn aðgang, sérstaklega í þeim tilvikum þar sem rannsóknir væru fjármagnaðar af skattfé og að þróunin í átt að opnum aðgang væri umfangsmikið breytingaskeið sem Bretland ætti að taka opnum örmum.<ref>[http://www.researchinfonet.org/wp-content/uploads/2012/06/Finch-Group-report-FINAL-VERSION.pdf Accessibility, sustainability, excellence: how to expand access to research publications.]</ref> Aðeins þremur dögum eftir birtingu Finch-skýrslunnar samþykkti Vísinda- og tækniráð [[Danmörk|Danmerkur]] að skilyrða fjárveitingar til vísindarannsókna við að niðurstöðurnar yrðu birtar í opnum aðgangi.<ref>[http://fivu.dk/forskning-og-innovation/samspil-mellem-viden-og-innovation/open-science/open-access-politik-for-offentlige-forskningsrad-og-fonde/open-access-politik-for-raad-og-fonde.pdf Open Access-politik for offentlige forskningsråd og fonde]</ref> Í júlí sama ár beindi framkvæmdastjórn ESB því til aðildarríkja sinna að setja sér stefnu um opinn aðgang.<ref>[http://ec.europa.eu/research/science-society/document_library/pdf_06/era-communication-towards-better-access-to-scientific-information_en.pdf Towards better access to scientific information: Boosting the benefits of public investments in research]</ref> Styrkir næsta rannsóknarverkefnis ESB, [[Horizon 2020]], sem hleypt verður af stokkunum 2014, verða skilyrtir við birtingu rannsóknarniðurstaðna í opnum aðgangi. Í skýrslu sem [[Þjóðbókasafn Bretlands]] og SAGE útgáfufyrirtækið unnu í sameiningu um þýðingu opins aðgangs fyrir rannsóknarbókasöfn var áætlað að hlutfall fræðigreina í opnum aðgangi myndi hækka í 15-50% á næsta áratug.<ref>{{Cite web |url=http://www.uk.sagepub.com/oareport |title=Moving towards an open access future: the role of academic libraries |access-date=2013-11-14 |archive-date=2012-11-26 |archive-url=https://web.archive.org/web/20121126150222/http://www.uk.sagepub.com/oareport/ |dead-url=yes }}</ref> Í Svíþjóð er rætt um að árið 2013 verði ef til vill árið sem hætt verði að spyrja hvers vegna taka ætti upp stefnu um opinn aðgang og þess í stað byrjað að velta því fyrir sér hvernig megi framkvæma hana.<ref>[http://www.sciecom.org/ojs/index.php/sciecominfo/article/view/5766/4962 Open Access in Sweden - going from why to how]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>