„A-vítamín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Erlasiogannab (spjall | framlög)
bætt við texta og heimildum
Erlasiogannab (spjall | framlög)
bætt við tenglum
Lína 1:
 
= '''Hvað er A vítamín?''' =
A vítamín er vítamín sem við innbyrðum að mestu í gegnum fæðu (Lýðheilsustöð, 2010). A vítamín getur komið fram sem retínól, karótín og [[beta-karótín]] (lýðheilsustöð, 2010). Það er fituleysanlegt [[vítamín]] sem er að finna í grænmeti, svo sem gulrótum, spínati, gulum baunum og kartöflum. (Akram, Asif, Naveed og Shah, 2011). Vítamínið er einnig að finna í fituríkum dýraafurðum svo sem nýmjólk, smjöri, fiskiolíu, hákarlaolíu, eggjum og lúðu. (Codija, 2001; Akram, Asif, Naveed og Shah, 2011). Í fiskilifur, lýsi, smjöri, eggjum og mjólk er að finna A vítamín í forminu Retínól (Guðrún Gyða Hauksdóttir, 2020). Retínól er annað form A vítamíns (Lýðheilsustöð, 2010) sem fáum við úr dýraríkinu, en karótín og beta-karótín (próvítamín A) fáum við úr jurtaríkinu (Guðrún Gyða Hauksdóttir, 2020). Beta-karótín er litarefni sem finnst t.d. í gulrótum og er það er djúp appelsínugult að lit. Mikil neysla kemur stundum fram í húðlit einstaklings en venjulega kemur liturinn helst fram í lófum og á iljum (Þuríður Þorbjarnardóttir, 2006). Grænmeti sem er mjög litsterkt eins og t.d. gulrætur, spergilkál, paprika og apríkósur innihalda þetta efni sem mannslíkaminn breytir síðan í A vítamín eftir þörfum (EDS, 2009). Þegar líkaminn innbyrðir A vítamín á þessu formi eru mun minni líkur á að uppsöfnun vítamínsins A verði óæskilega mikil í líkama einstaklingsins (EDS, 2009).
 
    Fituleysanleg efni eins og A vítamín skolast ekki út heldur safnast þau saman í lifur og fituvefnum ef umfram magn er af því í líkamanum (Lýðheilsustöð, 2010). 80 - 90% af því sem að líkaminn innbyrðir af A vítamíni geymir hann í lifrinni (Johnson, 2020). Vegna þess að þau skolast ekki út þá getur líkaminn gripið í að nýta sér þann forða sem hann á þegar A vítamín vantar (Lýðheilsustöð, 2010).