Munur á milli breytinga „Gissur Þorvaldsson“

ekkert breytingarágrip
Gissur hafði gerst [[lénsmaður]] konungs og eins var um [[Þórður kakali Sighvatsson|Þórð kakala Sighvatsson]], sem var helsti höfðingi af ætt Sturlunga sem eftir lifði. Eftir [[Haugsnesbardagi|Haugsnesbardaga]] [[1246]], þar sem Þórður vann sigur á Ásbirningum, héldu þeir Gissur og Þórður til Noregs um haustið og skutu máli sínu til konungs, sem úrskurðaði Þórði í vil og kyrrsetti Gissur í Noregi. Var hann sýslumaður í [[Þrándheimur|Þrándheimi]] næstu árin en fór þó í suðurgöngu til [[Róm]]ar 1248. Þórður fór heim og var nær einráður á Íslandi næstu árin en 1250 kallaði konungur hann út aftur og nú var það hann sem var kyrrsettur. Gissur fór aftur á móti heim [[1252]] ásamt [[Þorgils skarði Böðvarsson|Þorgils skarða Böðvarssyni]] og átti að reyna að koma landinu undir veldi Noregskonungs. Hann vildi reyna að sættast við óvini sína en þeir voru ekki allir sama sinnis og haustið [[1253]] gerðu þeir aðför að honum á [[Flugumýri]] í Skagafirði, þar sem hann var þá sestur að, og reyndu að brenna hann inni. Gissur slapp úr [[Flugumýrarbrenna|Flugumýrarbrennu]] með því að fela sig í sýrukeri en missti alla fjölskyldu sína.
 
Konungur stefndi honum aftur til Noregs [[1254]] því honum þótti seint ganga að koma Íslandi undir krúnuna. Gissur sneri aftur heim með [[jarl]]snafnbót en varð ekkert ágengt og það var ekki fyrr en [[1262]] sem Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd og samþykktu [[Gamli sáttmáli|Gamla sáttmála]], sem stundum var nefndur Gissurarsáttmáli. Hann átti í nokkrum erjum eftir að heim kom, einkum við Oddaverjann [[Þórður Andrésson|Þórð Andrésson]], sem hann lét drepa 27. september 1264. Þar lýkur Sturlungu og er fátt vitað um síðustu ár Gissurar, sem þá bjó á Stað í Reynisnesi ([[Reynistaður|Reynistað]]) og lést [[12. janúar]] [[1268]]. Hann mun hafa áformað að ganga í klaustur en lifði ekki svo lengi; gaf þó Reynistað til stofnunar nunnuklausturs fyrir dauða sinn.
 
Fyrri kona Gissurar, sem hann giftist [[1224]] þegar bæði voru 15-16 ára var Ingibjörg, dóttir Snorra Sturlusonar, og áttu þau einn son sem dó ungur. Þau skildu. Fylgikona Gissurar, sem hann kvæntist loks [[1252]], var Gróa Álfsdóttir og áttu þau synina Hall og Ísleif en einnig átti Gissur soninn Ketilbjörn. Gróa og synirnir þrír fórust öll í Flugumýrarbrennu. Eftir brennuna tók Gissur sem frillu Ingibjörgu Gunnarsdóttur frá [[Geitaskarð]]i í Langadal og unni henni brátt mikið. Talið er að þau hafi eignast eina dóttur, Þóru.
1.477

breytingar