„Einar Þorsteinsson (f. 1633)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Xypete (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 14:
Einar Þorsteinsson var tvígiftur. Kona 1 (gift 1664): '''Ingibjörg Gísladóttir''' (f. um 1642, d. 8. júní 1695), dóttir Gísla Brynjólfssonar prests á [[Bergsstaðir|Bergsstöðum]] í [[Svartárdalur|Svartárdal]] og konu hans Sesselju Grímsdóttur. Þau áttu 11 börn sem upp komust, meðal þeirra voru: Guðrún Einarsdóttir (1665–1752) kona [[Jón Árnason (1665)|Jóns Árnasonar]] biskups í Skálholti, Gísli eldri Einarsson (1666–1724) prestur í Múla eftir föður sinn, Guðríður Einarsdóttir (f. 1669) kona Jóns Jónssonar Thorlaciusar sýslumanns, Sigurður Einarsson (1673–1748) lögsagnari á [[Geitaskarð]]i, Nikulás Einarsson (1673–1707) sýslumaður á Reynistað, Gísli yngri Einarsson (1678–1747) prestur á Auðkúlu í Svínadal, og sex önnur, þar af dóu fjögur úr [[Stórabóla|stórubólu]] 1707.
 
Kona 2 (gift 1696): '''[[Ragnheiður Jónsdóttir]]''' (1646 – 10. apríl 1715), dóttir Jóns Arasonar prests í Vatnsfirði og ekkja [[Gísli Þorláksson|Gísla Þorlákssonar]] biskups. Einar dó tæpum mánuði eftir brúðkaupið. Þau Einar og Ragnheiður voru barnlaus.
 
==Heimildir==