„Rastafari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xypete (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Xypete (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{hreingerning}}
 
[[Mynd:Flag_of_Ethiopia_(1897-1936;_1941-1974).svg|thumb|Fáni Eþíópíu 1941–1974]]
 
'''Rastafari''' hreyfingin er átrúnaður sem á rætur sínar að rekja til [[Afríka|Afríku]] og [[Jamaíka]] á [[1921-1930|þriðja áratug]] [[20. öldin|tuttugustu aldarinnar]]. Rastafari fylgjendur tigna [[Haile Selassie]] I fyrrum keisara Eþíópíu sem Jah Rastafari en nafn hans þýðir „kraftur þrenningarinnar“ og trúa þar með að hann sé hluti af spádómum og sögu Biblíunnar um hið konunglega hús Davíðs og trúa á einingu Guðs og manns í honum og Kristi og öllum sem tengjast hinum heilaga anda Guðs í eigin innra lífi. Halie Selassie lagði áherslu á að virða trú annarra og lifa í friði með þeim sem hafa aðra trú eins og hægt er. En sjálfur var hann kristinn og tilheyrði eþíópísku rétttrúnaðarkirkjunni. Í hugmyndafræði rastafari-trúarinnar er hann hluti af guðdóminum sem konungur eins og Jesús er hluti af þrenningunni sem sonur Guðs ásamt öllum þeim sem tilheyra sköpun Guðs. Stundum er hann þá nefndur sem annaðhvort endurkoma Jesú eða Guð almáttugur. En rastafari er mjög einstaklingsbundin hreyfing sem rúmar margar greinar og skoðanir. En viðhorf rasta er mjög tengt persónulegu lífi og persónulegum tengslum við Guð. Fylgjendur rastafari kalla sig oftast rasta eða rastafari. Stundum er þessi átrúnaður kallaður rastafarianismi en flestir rastar telja það niðrandi. Rastafari byggist að stórum hluta á [[Abrahamísk trúarbrögð|abrahamísku trúarbrögðunum]]. En átrúnaðurinn kemur frá löndum þar sem að kristni er í ráðandi meirihluti og er rastafari ákveðin þróun á [[Kristni|kristindómi]] og [[Gyðingdómur|gyðingdómi]] með viðbættum áhrifum frá Afríku og [[Karabíahaf]]inu. Á seinni hluta tuttugustu aldarinnar hefur rastafari dreifst um allan heim enda er hreyfingin ekki bundin við, kyn eða kynþátt, kynhneigð, þjóðerni, stétt né stöðu eða bókstaflegri túlkun á ritningum og vísa í ræður Selassie I sjálfs því til stuðnings en rastafari boðar sig með þeim sem eru rastar og oft eða mikið með aðstoð [[reggí]] tónlistar. En eins og áður hefur verið sagt er að persónuleg túlkun er mikilvæg fyrir rastafari-hreyfinguna og hefur eigin upplifun, Jah Rastafari, frið, kærleik (One Love) og virðingu sem leiðarljós.