„Björn Einarsson Jórsalafari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xypete (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Xypete (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Merki: Breyting tekin til baka
Lína 5:
Björn kom ekki til Íslands aftur fyrr en [[1391]]. Mun hann í þessari ferð hafa farið í [[suðurganga|suðurgöngu]] til [[Róm]]ar. Sumarið [[1405]] sigldu Björn og Solveig kona hans úr [[Hvalfjörður|Hvalfirði]] og gerði Björn [[erfðaskrá]] áður en haldið var af stað. [[Vilchin Hinriksson|Vilchin]] Skálholtsbiskup var með í för en hann dó í [[Bergen|Björgvin]] og hélt Björn honum veglega útför. Árið [[1406]] héldu þau hjónin svo í suðurgöngu. Þau fóru fyrst til Rómar og þaðan til [[Feneyjar|Feneyja]], þar sem þau stigu á skip og „sigldu til Jórsalalands og heimsóttu Vors Herra gröf“. Frá [[Jerúsalem]] héldu þau aftur til Feneyja en þar skildi leiðir; Solveig hélt norður til Noregs en Björn til [[Santiago de Compostela]] á Spáni, því hann hafði heitið að heimsækja gröf heilags [[Jakob postuli|Jakobs]]. Síðan fór hann um Frakkland og England, kom við í [[Kantaraborg]] við gröf [[Tómas Becket|Tómasar Becket]] og hélt loks til Noregs. Annálar segja frá komu hans til landsins [[1411]] og hafði hann þá verið í [[Hjaltland]]i um veturinn, hvort sem hann var þá fyrst að koma úr pílagrímsferðalaginu eða ekki.
 
Árið [[1413]] var [[Árni Ólafsson]] mildi skipaður hirðstjóri um leið og hann varð Skálholtsbiskup og gerði hann Björn þá að umboðsmanni sínum því hann kom ekki til landsins fyrr en 1415. Það sama ár dó Björn í Hvalfirði og var lík hans fært til [[Skálholt]]s og jarðsett þar.
 
Kona Björns var Solveig Þorsteinsdóttir. Hún var líklega af þeirri grein [[Oddaverjar|Oddaverja]]-ættar sem átti Stórólfshvol og nærliggjandi jarðir. Hún var skörungur mikill, var oftast í ferðum með manni sínum, til dæmis bæði á Grænlandi og í Jórsalaferðinni, og greint er frá því að árið [[1401]] hafi hún siglt ein til Noregs á skipi sem maður hennar átti til helmings við Skálholtskirkju en hann sat eftir heima í Vatnsfirði. Eina barn þeirra sem vitað er um með vissu er [[Vatnsfjarðar-Kristín Björnsdóttir|Kristín]], sem jafnan var kennd við Vatnsfjörð. Hún giftist fyrst 1392 Jóni, bróður [[Loftur Guttormsson|Lofts Guttormssonar]], en hann dó í [[Svarti dauði á Íslandi|Svartadauða]]. 1405 gekk hún að eiga [[Þorleifur Árnason|Þorleif Árnason]], sýslumann á [[Auðbrekka|Auðbrekku]], í [[Glaumbær (bær)|Glaumbæ]] og í Vatnsfirði. Á meðal barna þeirra voru hirðstjórarnir [[Einar Þorleifsson hirðstjóri|Einar]] og [[Björn Þorleifsson hirðstjóri|Björn Þorleifssynir]]. Sögn frá 18. öld er um að Björn og Solveig hafi átt son sem hét Þorleifur sem hafi drukknað ungur en uppkominn við [[Melgraseyri]] ásamt fleiri mönnum.