„Ónæmisfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Xypete (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Hreingerning|Skipta textanum upp í málsgreinar og fylgja [[Wikipedia:Handbók|stílviðmiðum]].}}
 
Áður en skýrt verður út hvernig ónæmiskerfið vinnur er nauðsynlegt að skilgreina hugtakið ónæmi. Ónæmi er einnig kallað sérhæft viðnám gegn sjúkdómi og felst í að mynda sérhæfða gerð af frumu eða sameind, svokallað mótefni, gegn tilteknum vaka og engum öðrum.
Vaki er hvert það efni — á yfirborði örvera, í/á mat, lyfjum, frjókornum eða vefjum — sem vekur ónæmissvar þegar ónæmskerfið hefur greint það sem framandi, það er að segja eitthvað sem ekki tilheyrir líkama okkar. Ónæmisfræði er fræðigrein sú sem fjallar um viðbrögð líkamans við vaka.
Til þess að öðlast ónæmi gegn tilteknum vaka, til dæmis á sýkli (sjúkdómsvaldandi örveru), þarf ónæmiskerfi líkamans að komast í snertingu við vakann og greina hann sem framandi. Síðan svarar það með því að mynda mótefni og/eða T-frumur gegn vakanum. Þetta tekur nokkra daga og á meðan erum við sjúk af völdum sýkilsins. Þegar ónæmissvarið er aftur á móti fullmyndað náum við okkur á ný og ekki nóg með það heldur verðum við ónæm fyrir þessum tiltekna vaka jafnvel fyrir lífstíð.