„Sauðafellsför“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xypete (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
 
'''Sauðafellsför''' í janúar [[1229]] var eitt af níðingsverkum [[Sturlungaöld|Sturlungaaldar]]. [[Sturla Sighvatsson]] hafði liðsinnt sonum [[Hrafn Sveinbjarnarson|Hrafns Sveinbjarnarsonar]] þegar þeir fóru að [[Þorvaldur Snorrason Vatnsfirðingur|Þorvaldi Vatnsfirðingi]] og brenndu hann inni á Gillastöðum í [[Króksfjörður|Króksfirði]] 1228.
Þórður og Snorri, synir Þorvaldar með frillu hans Helgu Ormsdóttur, voru ungir og Snorri raunar aðeins 14 ára en Þórður nokkrum árum eldri. Þeir vildu hefna sín á Sturlu og er gefið í skyn að [[Snorri Sturluson]] hafi hvatt þá til þess. Veturinn eftir brennuna fóru þeir að næturlagi að [[Sauðafell]]i í [[Dalasýsla|Dölum]], þar sem Sturla bjó þá, en hann var ekki heima. Þeir rændu bæinn, unnu mikil spjöll, hjuggu allt sem fyrir var og inn í hvert rúm í skálanum, drápu nokkra heimilismenn og særðu aðra illa. Þeir ógnuðu [[Solveig Sæmundardóttir|Solveigu Sæmundardóttur]], konu Sturlu, sem lá á sæng, en meiddu hvorki hana né börn hennar og Þórður sagði að tvennt þætti sér verst, að Sturla var ekki heima og að hann gat ekki tekið hana á brott með sér. Síðan héldu þeir á brott.
 
Sturla hefndi Sauðafellsfarar þegar hann lét drepa Þorvaldssyni báða [[8. mars]] [[1232]]. Þar með má segja að veldi [[Vatnsfirðingar|Vatnsfirðinga]] hafi lokið.