„Mjanmar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 67:
Hinn 2. maí 1962 stýrði [[Ne Win]] hershöfðingi valdatöku hersins til að koma í veg fyrir skiptingu ríksins og settist að völdum. Stjórn hans þjóðnýtti alla mikilvægustu atvinnuvegi og leyfði aðeins einn stjórnmálaflokk. [[Herforingjastjórn]] stýrði landinu að meira eða minna leyti frá árinu [[1962]] þar til árið 2011. Árið 1988 urðu mikil mótmæli gegn herforingjastjórninni sem voru brotin á bak aftur. Herinn gaf að lokum upp völd sín og þingkosningar voru fyrst haldnar árið 2010. Í kosningunum árið 2015 komst lýðræðisflokkur [[Aung San Suu Kyi]] til valda en hún hafði setið í stofufangelsi eftir mótmælin 1988.
 
Frá árinu 2016 hafa hrakningar [[Róhingjar|Róhingja]]-fólks komist í hámæli og talað hefur verið um að gagnvart því hafi herinn stundað þjóðernishreinsanir á þeim.
 
Herinn hrifsaði völdin á ný í byrjun árs 2021 en flokkur Aung San Suu Kyi vann stórsigur. Flokkurinn USDP galt afhroð en hann er tengdur hernum. Hófst mótmælaalda gegn valdaráninu og herinn skaut og drap mótmælendur þar á meðal börn.
 
== Landfræði==