„Vébjörn Végeirsson Sygnakappi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Xypete (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 2:
 
Vébjörn var úr [[Sogn]]i í [[Noregur|Noregi]]. Faðir hans hét Geir og „var kallaður Végeir, því að hann var blótmaður mikill“. Hann átti mörg börn og var Vébjörn elsti sonurinn en hinir hétu [[Vésteinn Végeirsson|Vésteinn]], Véþormur, Vémundur, Végestur, Véleifur og Véþorn, en Védís dóttir. Eftir andlát Végeirs gerðist það að íslenskur maður, Þorsteinn ógæfa, vó hirðmann [[Hákon Grjótgarðsson|Hákonar Grjótgarðssonar]] jarls og leitaði á náðir Vébjarnar. Hann treysti sér ekki til að halda manninn fyrir jarli og varð úr að systkinin fóru öll til Íslands. Hefur það líklega verið fremur seint á [[landnámsöld]].
 
[[File:Grímólfsvötn.jpg|thumb|Grímólfsvötn er litlu vötnin í Mjóafirði vestanverðum fyrir neðan Grímshól]]
 
Þau lentu í löngum hrakningum á leiðinni, brutu skip sitt á [[Horndstrandir|Hornströndum]] í illviðri og komust naumlega í land. Atli, þræll [[Geirmundur heljarskinn Hjörsson|Geirmundar heljarskinns]], tók við þeim og bauð þeim vetursetu á búi því sem hann annaðist fyrir Geirmund í [[Fljót (Hornströndum)|Fljót]]i. Geirmundur var fyrst ósáttur við að Atli hafði gert þetta í óleyfi en þegar þrællinn kvaðst hafa gert þetta til að sýna hve mikið göfugmenni Geirmundur væri gaf hann Atla frelsi og bú það, er hann hafði séð um í Fljóti og hét bærinn síðan [[Atlastaðir]]. Um vorið nam Vébjörn land „milli [[Skötufjörður|Skötufjarðar]] og [[Hestfjörður|Hestfjarðar]], svo vítt sem hann gengi um á dag og því meir, sem hann kallaði [[Folafótur|Folafót]]“.
 
 
Vébjörn gifti Védísi systur sína Grímólfi í [[Unaðsdalur|Unaðsdal]], syni [[Ólafur jafnakollur|Ólafs jafnakolls]], en samkvæmt Landnámu urðu þeir ósáttir og Vébjörn drap mág sinn hjá Grímólfsvötnum. Fyrir það var hann veginn á [[fjórðungsþing]]i á [[Þórsnes]]i ([[Hauksbók]] segir Þingeyrarþingi) og þrír menn aðrir.