„Menntaskólinn í Reykjavík“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Sjálfvirk uppfærsla rofinna hlekkja á Tímarit.is (ath: blaðsíða getur verið röng)
Ekkert breytingarágrip
Lína 40:
 
==== Konur í skólanum ====
Stúlkur höfðu ekki aðgang að skólanum fyrr en 1904 en máttu taka próf frá árinu 1886. [[Ólafía Jóhannsdóttir]] lauk 4. bekkjar prófi utanskóla árið 1890. [[Laufey Valdimarsdóttir]], dóttir [[Bríet Bjarnhéðinsdóttir|Bríetar Bjarnhéðinsdóttur]], settist á skólabekk í skólanum fyrst kvenna haustið 1904. Átti hún þar heldur dapra ævi og varð fyrir miklu einelti af hálfu skólabræðra sinna. Lauk hún þó stúdentsprófi 1910. Áður hafði ein stúlka tekið stúdentspróf utanskóla, [[Elínborg Jacobsen]]. [[Camilla Torfason]] lauk stúdentsprófi í Kaupmannahöfn 1889 og [[Björg Karítas Þorláksdóttir]] 1901, en í Danmörku fengu stúlkur aðgang að æðri menntastofnunum þegar árið 1875. Stúlkur voru í minnihluta stúdenta fram til 1970 en eftir 1979 hafa þær verið í meirihluta. Frú [[Vigdís Finnbogadóttir]], [[forseti]] [[Ísland]]s 1980–1996, var nemandi og síðar kennari við skólann. Fyrsta konan til að gegna embætti [[rektor]]s MR var [[Ragnheiður Torfadóttir]], 1996–2001.
 
== Námsframboð ==