„Glysþungarokk“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 18:
Um miðjan níunda áratuginn hafði glysþungarokk náð gífurlegri velgengni um Bandaríkin og víðsvegar. [[MTV]] spilaði stóran part í að ryðja brautina fyrir velgengni stefnunnar þar sem stöðin spilaði lög sem útvarpsstöðvar vildu oft ekki spila. Til viðbótar við stóra tónleikaframkomu byrjuðu tónlistarmyndbönd að skipta miklu máli fyrir hljómsveitirnar líka. Hljómsveitin [[Poison]] náði miklum vinsældum með plötunni [[Look What the Cat Dragged In]]. Hljómsveitin varð mjög umdeild meðal margra fyrir útlit hljómsveitarmeðlima á plötuumslaginu en á því hafði hljómsveitin tekið glysútlitið skrefinu lengra og birst í kvenmannslíki með ögrandi andlitssvipbrigði. Árið 1984 komu Van Halen [[hljómborð]] inn í glyssenuna með lagi sínu [[Jump]]. Hljómborð áttu eftir að passa fullkomnlega inn í þann popprokksstöðu sem senan var að öðlast þar sem [[danstónlist]] sem snerist í kringum synthahljóð var mjög vinsæl á þessum tíma. Einnig átti hljómborðið eftir að leggja grunninn að ballöðunni sem varð vinsælasta tónlistarform síns tíma.
 
Sænska sveitin [[Europe (hljómsveit)|Europe]] náði miklum vinsældum með plötu sinni [[The Final Countdown]] og samnefnt lag náði fyrst sæti í sölulista 26 landa. Margar hljómsveitir héldu áfram velgengni sinni með nýjum plötum sem oft hölluðust enn frekar að popphljóði eins og Mötley Crue með [[Girls, girls, girls]] (1987) og [[Dr. Feelgood]] (1989). Hátindur tímabilsins fellur samt líklegast til útgáfu fyrstu plötu hljómsveitarinnar [[Guns N' Roses]], [[Appetite for Destruction]] (1987). Sú plata gaf af sér þrjú lög sem náðu inn á topp tíu lista Bandaríkjanna.
 
Tónlistarform sem glysþungarokksbönd tileinkuðu sér sem fljótt varð vinsælasta lagaform heims síns tíma. Á þeim tíma þótti þungarokk sem naut meginstraumsvelgengni vera mjög formúlukennt og fyrirsjáanlegt. Ef hljómsveitir vildu að plata þeirra myndi njóti einhverra vinsælda urðu þeir nánast að hafa kraftballöðu á henni. Þetta olli því að mjög mörg formúlukennd bönd stigu upp á sjónarsviðið sem sköpuð voru af hljómplötuframleiðendum. Hápunktur velgengi senunnar var því einnig ástæðan fyrir hruni hennar.