„Mælifellshnjúkur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Yngvadottir (spjall | framlög)
Xypete (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Mælifellshnjúkur.JPG|thumb|right|Mælifellshnjúkur.]]
{{CommonsCat|Mælifellshnjúkur}}
 
'''Mælifellshnjúkur''' er fjall í framanverðumvestanverðum innsveitum [[Skagafjörður|SkagafirðiSkagafjarðar]] að vestan. Hann er 1138 metrar á hæð, gnæfir yfir öll nærliggjandi fjöll og er mjög áberandi og eitt þekktasta fjall Skagafjarðar. Sagt er að í björtu veðri sjáist á hnjúkinn úr tíu sýslum. Af honum er einnig mjög víðsýnt og er því vinsælt að ganga á hann, enda er uppgangan tiltölulega auðveld.
 
Hnjúksins er getið í [[Landnámabók]], þar sem sagt er frá því að [[Kráku-Hreiðar Ófeigsson]], landnámsmaður í [[Tungusveit]], kaus að deyja í Mælifell. Nafnið vísar til þess að í sveitunum utan við hnjúkinn var frá alda öðli talið hádegi þegar sól var yfir honum. Hnjúkurinn hefur líka verið notaður til að spá fyrir veðri; ef þokubelti er um hann miðjan en toppurinn stendur vel upp úr er talið víst að þurrkur verði daginn eftir. Í austanverðum hnjúknum er fönn fram á sumar sem þykir líkjast hesti, séðum frá hlið. Hún minnkar svo þegar líður á sumarið og þegar hesturinn var farinn í sundur um bógana var talið að Stórisandur væri orðinn fær, en forn þjóðleið suður á [[Stórisandur|Stórasand]] og [[Kjalvegur|Kjalveg]] lá um [[Mælifellsdalur|Mælifellsdal]], vestan við hnjúkinn.