„Magnús Þórarinsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Magnús Þórarinsson (22. mars 1847 - 19. júlí 1917 var tóvinnumaður, bóndi og smiður frá Halldórsstöðum í Laxárdal. Hann nam tóvinnu og klæðagerð í Kaupmannahöfn veturinn 1880-1881 og setti upp tóvinnuvélar á Halldórsstöðum árið 1883. Hann stundaði búskap og smíðar meðfram tóvinnu og þótti völundarsmiður. Magnús smíðaði meðal annars dúnhreinsunarvél.
Í Þjópminjasafninu er varðveitt skrá sem Magnús smíðaði en um þá skrá segir:
„Skrá þessi er til að sjá líkust venjulegri hurðarskrá, en hún er reyndar vart ætluð til síns brúks, heldur er hún nánast gestaþraut og verður ekki lokið upp nema með miklum heilabrotum sem fáum reynist unnt að leysa. Reyndar fylgir skránni skrifuð leiðsögn, með hendi Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar, um hversu með skuli fara. Ljóst er að skránni verður varla komið fyrir í venjulegri stofuhurð svo að opnuð verði meðan hún situr í hurðinni, því að fyrst verður að ljúka upp skráfóðrinu annars vegar og viðhafa tilfæringar og nota margvíslega lykla. Að vísu er einnig hægt að opna hana á einfaldan hátt og nota hana sem venjulega skrá í hurð, en þá er hún ekki gestaþraut. - Sagt er að Magnús hafi áður smíðað aðra skrá, sem var með einhvers konar úrverki, og varð henni aðeins lokið upp þegar skráin sló. Ekki mun vitað um hvað af henni varð.“